Fréttir: 2022

Fyrirsagnalisti

Íbúafundur í Álftanesskóla 21. september 2022

23. sep. 2022 : Góðar umræður á Álftanesi

Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Góðar umræður voru á fundinum þar sem spurt var um fjölbreytt málefni s.s. um fráveitumál, sjósund, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.

Lesa meira

23. sep. 2022 : Þjónustukönnun Bókasafns Garðabæjar

Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar leitar til bæjarbúa og biður þá um að svara stuttri rafrænni könnun um starfsemi safnsins. Markmiðið er að veita sem besta þjónustu, fjölbreyttasta úrval bóka og gagna, viðburða og klúbba sem völ er á.

Lesa meira
Miðbær Garðabæjar

21. sep. 2022 : Hvernig gerum við góðan miðbæ betri – hvernig vilt þú hafa Garðatorg?

Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nú hefur samráðsgátt um mótun miðbæjarins verið opnuð.

Lesa meira
Opnun Smiðjunnar

20. sep. 2022 : Smiðjan opnar á ný

Smiðjan í Kirkjuhvoli, sem hýst hefur listnámskeið eldri borgara í Garðabæ í yfir 20 ár, var opnuð á ný föstudaginn 16. júní síðastliðinn, eftir tæplega þriggja mánaða lokun vegna framkvæmda. 

Lesa meira
Urriðaholtssafn

20. sep. 2022 : Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund

Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund laugardaginn 17.september en Urriðaholtssafn er bókasafn, menningar- og upplýsingamiðstöð, staðsett við Vinastræti 1-3 í Urriðaholtsskóla. Safnið starfar í samstarfi við skólann og þjónar honum og almenningi.

Lesa meira
Uppskeruhátíð skólagarðana 2022

16. sep. 2022 : Uppskeruhátíð skólagarðanna 2022

Uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 10. september síðastliðinn í mildu haustveðri.

Lesa meira
Íbúafundur í Flataskóla 14. september 2022

15. sep. 2022 : Samtal við íbúa í fundaröðinni ,,Hvað finnst þér?"

Annar fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Flataskóla miðvikudagskvöldið 14. september sl. Þar voru íbúar í Byggðum, Búðum, Bæjargili, Fitjum, Flötum, Garðatorgi, Hnoðraholti, Hæðum, Lundum, Móum, Mýrum og Túnum boðnir sérstaklega velkomnir. 

Lesa meira
Séð yfir Kauptún í átt að Urriðaholti

15. sep. 2022 : Fráveitumál í Garðabæ

Í ljósi mikillar uppbyggingar í Hafnarfirði og þar með auknu álagi á fráveitu Hafnarfjarðar sem hefur í för með sér takmarkaða möguleika til að veita áfram viðtöku skólps frá bæjarhverfum Garðabæjar, hefur samningi um móttöku skólps frá árinu 2010 verið sagt upp.

Lesa meira
Samgönguvika 16. -22. september 2022

15. sep. 2022 : Samgönguvika 16.-22. september

Evrópsk samgönguvika verður haldin dagana 16.-22. september 2022. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni sem fyrr ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land.

Lesa meira
Miðgarður

14. sep. 2022 : Hvaða starfsemi vilt þú sjá í Miðgarði?

Fjölnota íþróttahúsið Miðgarður var tekið í notkun snemma á þessu ári og hafa frjálsu félögin í Garðabæ getað nýtt húsið frá opnun þess. Enn á þó eftir að ráðstafa tveimur hæðum sem liggja sunnan megin í húsinu sem hvor um sig er um 1.500 fermetrar að stærð. Íþrótta- og tómstundaráð óskar nú eftir ábendingum frá íbúum um hvernig ráðstafa megi þessu rými

Lesa meira
Glerrými við Bæjarból

12. sep. 2022 : Mygla greinist í leikskólanum Bæjarbóli

Mygla hefur greinst í leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ. Myglan greindist í glerrými sem tengir saman byggingar auk þess sem mygla greindist á afmörkuðu svæði í deildinni Hraunholt. 

Lesa meira
Skóflustunga að nýjum leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti

9. sep. 2022 : Nýr leikskóli rís við Holtsveg í Urriðaholti

Fimmtudaginn 8. september sl. var tekin skóflustunga að nýjum leikskóla, Urriðaból, við Holtsveg í Urriðaholti í Garðabæ. Það voru þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Hulda Jónsdóttir arkitekt leikskólans og Sólveig Sigurþórsdóttir fjármálastjóri Þarfaþings ehf. sem byggir skólann sem tóku skóflustunguna. Þeim til aðstoðar var góður hópur leikskólabarna úr leikskólanum Hæðarbóli sem einnig söng nokkur lög fyrir viðstadda. 

Lesa meira
Síða 1 af 15