Sundlaugar opna aftur kl. 12 miðvikudag 21. desember
Uppfært 21/12 kl. 09:15: Sundlaugar í Garðabæ opna aftur kl. 12:00 miðvikudaginn 21. desember. Búast má við því að pottar og sundlaugar verði í kaldara lagi fyrst um sinn en komið í samt lag síðdegis í dag.
Uppfært 21/12 kl. 09:15: Sundlaugar í Garðabæ opna aftur kl. 12:00 miðvikudaginn 21. desember. Búast má við því að pottar og sundlaugar verði í kaldara lagi fyrst um sinn en komið í samt lag síðdegis í dag.
Uppfært 20/12 kl. 08:00: Sundlaugar eru enn lokaðar þriðjudaginn 20.12 og verða einnig lokaðar í fyrramálið, miðvikudaginn 21.12.
Uppfært 20/12 kl. 15:15. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum verður óbreytt skerðing á heitu vatni til sundlauga til kl. 06:00 í fyrramálið, 21. desember. Þetta er gert til að byggja upp vatnsforða til að tryggja húshitun en mikil notkun er á heitu vatni um þessar mundir. Þá þarf að hita upp vatnið aftur sem má ætla að taki daginn. Því verða sundlaugar Garðabæjar einnig lokaðar miðvikudaginn 21. desember en munu að öllu óbreyttu opna á fimmtudagsmorgun kl. 06:30.
Vegna bil· un· ar í Hell· is· heiðar· virkj· un er eng· in fram· leiðsla á heitu vatni í virkj· un· inni sem stend· ur. Því er heild· ar· fram· leiðslu· geta á heitu vatni fyr· ir hita· veitu höfuðborg· ar· svæðis· ins skert um að minnsta kosti 20%.
Af þess· um sök· um þarf að loka sund· laug· um á höfuðborg· ar· svæðinu í dag, þar á meðal sundlaugum Garðabæjar, bæði úti og innilaugum.
Gestir sundlauga Garðabæjar eru beðnir um að sýna því skilning að forgangsröðun á heitavatnsþjónustu við þessar aðstæður er til heimila og grunnþjónustu.
Íþróttahúsin í Garðabæ eru enn opin.