Fréttir: október 2021
Fyrirsagnalisti

Dagskrá á Hrekkjavöku
Hrekkjavakan hefur á síðustu árum haldið innreið sína á Íslandi þar sem börn og fullorðnir klæðast hræðilegum grímubúningum og hafa gaman. Skemmtilegir viðburðir fyrir fjölskylduna verða í boði í Garðabæ.
Lesa meira
Örugg búseta fyrir alla
Í dag fór af stað samstarfsverkefni um kortlagningu á fjölda einstaklinga sem búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan homesafety.is hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni þessa verkefnis og þar er hægt að nálgast upplýsingar á sex tungumálum.
Lesa meira
Íbúafundur í Urriðaholti fimmtudaginn 28. okt kl. 17-19
Fimmtudaginn 28. október nk. kl. 17-19 verður haldinn fundur um málefni íbúa Urriðaholts og nágrannavörslu í Urriðaholti. Fundurinn er haldinn í samvinnu Garðabæjar og íbúasamtaka Urriðaholts og verður haldinn í Urriðaholtsskóla.
Lesa meira
Menntadagur fyrir leik- og grunnskóla
Föstudaginn 22. október sl. var haldinn sérstakur menntadagur fyrir kennara og starfsfólk í leik- og grunnskólum Garðabæjar.
Lesa meira
Menntadagur í Garðabæ
Í dag, föstudaginn 22. október nk. er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum. Þar gefst kennurum kostur á að velja úr og hlýða á fjölbreytt erindi í málstofum.
Lesa meira
Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar
Bæjarstjórn Garðabæjar fundar að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast fundirnir kl. 17. Áhugasamir geta fylgst með fundunum í beinni útsendingu á vef Garðabæjar og einnig er hægt að horfa á upptökur af fundunum á vefnum.
Lesa meira
Samningur um einingahús fyrir ungbarnaleikskólann Mánahvol
Garðabær hefur samið við Terru Einingar um að einingahús verði tilbúin fyrir ungbarnaleikskólann Mánahvol fyrir 1. nóvember nk.
Lesa meira
COVID-19: Verulegar afléttingar innanlandstakmarkana strax og að fullu 18. nóvember
Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri.
Lesa meira
Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2021
Eigendur 5 lóða íbúðarhúsnæðis fengu viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2021. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk veitingahúsið Sjáland og Vattarás var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár. Viðurkenningu fyrir góðan og eftirtektarverðan árangur sem tengist flokkun og betri úrgangsstjórnun hlutu hjónin Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og Ögmundur Hrafn Magnússon og fjölskylda.
Lesa meira
Prakkarar við langeldinn
Laugardaginn 16. október klukkan 13 fer fram spennandi smiðja á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, en það er Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur sem leiðir smiðjuna sem ætluð er allri fjölskyldunni.
Lesa meira
Forvarnavika Garðabæjar 13. -20. október 2021
Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 13. -20. október 2021. Fjölbreytt dagskrá tengd þemanu Virðing og Velferð verður innan skóla, stofnana og félagasamtaka í bænum
Lesa meira
Útikennsla við Vífilsstaðavatn
Undanfarin 22 ár hefur umhverfisnefnd Garðabæjar boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns. Allt frá byrjun hefur Bjarni Jónsson þróunarvistfræðingur og fiskifræðingur séð um útikennsluna en honum til hjálpar er starfsfólk garðyrkjudeildar.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða