11. okt. 2021

Forvarnavika Garðabæjar 13. -20. október 2021

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 13. -20. október 2021. Fjölbreytt dagskrá tengd þemanu Virðing og Velferð verður innan skóla, stofnana og félagasamtaka í bænum

  • Forvarnavika 13.-20. október
    Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 13. -20. október 2021. Fjölbreytt dagskrá tengd þemanu Virðing og Velferð verður innan skóla, stofnana og félagasamtaka í bænum.

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 13. -20. október 2021. Fjölbreytt dagskrá tengd þemanu Virðing og Velferð verður innan skóla, stofnana og félagasamtaka í bænum

Meðal dagskráratriða eru ýmsir fyrirlestrar og fræðsla fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk, forvarnavikuhátíð, vinabandagerð, trúnó, hollustukvöld, ball, yndislestur, hugmyndavinna, heimsókn í söfn, söngstund, uppistand, ráðstefna og fundir.

Þátttakendur í forvarnaviku Garðabæjar eru leikskólar, grunnskólar, félagsmiðstöðvar ungmenna (Elítan, Klakinn og Garðalundur), Tónlistarskóli Garðabæjar, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Bókasafn Garðabæjar, Hönnunarsafn Íslands, Jónshús félags- og íþróttastarf eldri borgara og ýmis félagasamtök.

Úr dagskrá forvarnaviku:

Fimmtudagur 14. október

Kl. 16:15-18:00 „Stelpur skína“ ráðstefna stúlkna (8., 9. og 10.b) í íþróttum haldin í Sjálandsskóla.
á vegum 19. júní sjóðs Garðabæjar

Kl. 17:00 Spilavinir mæta í Bókasafn Garðabæjar á Garðatorg 7 með nýjustu borðspilin,
„gæðastund“ fyrir alla fjölskylduna

kl. 20:00-22:00 Foreldrafundur í Sjálandsskóla – allir velkomnir
Fræðsluerindi þar sem áhersla er lögð á að fræða foreldra um þær forvarnir sem unnið er með í Garðabæ.

  • Tónlistaratriði úr söngleiknum Pálmari
  • Námsráðgjafar í Garðabæ segja frá starfi sínu.
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnisstjóri frá Barnaheillum segir frá verkefninu Vinátta
  • Fulltrúi frá KVAN segir frá verkefninu Verkfærakistan
  • Birgir Örn Guðjónsson lögregluvarðstjóri

Þriðjudagur 19. okt kl. 13:30 -Jónshús

  • Fyrirlestur „Að næra delluna sína“ Áhugamál – Tengsl – Lífsgæði; Ingibjörg og Guðbjörg frá Saga Story House

Fimmtudagur 21. október -Flataskóli kl. 16:30-18:30

Kl. 16:30-19:30 Ungmennaþing á vegum Ungmennaráðs Garðabæjar 
„Velferð ungmenna – samgöngumál – íþróttir og tómstundir – heilsu málefni – skólamál – forvarnir“. Veitingar í boði og skemmtiatriði.
Hvað viljum VIÐ?! Flataskóli, fimmtudagur 21. október - Öll Ungmenni Garðabæjar velkomin á ungmennaþing!
Dagskrá
16:30 Húsið opnar
16:45 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri ávarpar ungmennin
16:50 Valgerður Eyja formaður ungmennaráðs setur þingið og ávarpar ungmennin
17.00 Starfstöðvar opna og þingið hefst.
Starfstöðvar eru eftirfarandi, þrjár umferðir fyrir hlé og tvær eftir hlé.
· 1. Betri bær
- geggjaðar hugmyndir
· 2. Umhverfið mitt
- samgöngur og umhverfið
· 3. Íþróttir og tómstundir
- hvað er hægt að gera betur?
18:00 – Hlé – boðið upp á pizzu
Seinni lota 18:20
· 4. Gerum skólann skemmtilegri
- skólamál
· 5. Hvað við viljum fræðast um?
- forvarnir, lífið, framtíðin?
19:00 – starfsstöðvum lýkur og skemmtiatriði
19:30 Ungmennaþingi lýkur
Sjá líka viðburð hér á facebook

Hönnunarsafn Íslands þann 18, 19, og 20. október 

Vangaveltur og spjall um birtingamyndir virðingar og velsældar í hönnun Kristínar Þorkelsdóttur. Bókanir frá kennurum berist á netfangið olof@gardabaer.is

 

Fjölbreytt dagskrá verður einnig í skólum Garðabæjar og félagsmiðstöðvum í forvarnaviku:

Leikskólar Garðabæjar

 

  • Foreldrar: „að setja börnum sínum mörk“ - Hver eru gildi foreldra í foreldrahlutverkinu? – „Regla og rútína“ í uppeldinu – „tengslamyndun og tengslarof“ afleiðingar fyrir börn.
  • Starfsfólk: Tengslamyndun og að mæta þörfum allra barna. Sérstaklega yngstu börnunum sem ekki geta tjáð sig. – Raddir barna; hafa börn eitthvað um daginn sinn í leikskólanum að segja?
  • Börnin: „Vörður“ í starfinu til að rata eftir; „Hvernig getur öllum liðið vel“ – „lærum á tilfinningarnar okkar“ – „Að virða sjálfan sig og aðra“ – „Hvar líður þér best?“ – Hvert á að leita ef manni líður illa“ – „Vinátta“ byggir á trausti og virðingu – „Fyrirmyndir“, hvað er að vera til fyrirmyndar? – „Öryggi“ heima og í leikskólanum.

 

Alþjóðaskólinn - Hvern dag vikunnar verður þema dagsins sem kennarar munu nýta í umræðum við nemendur á daglegum bekkjarfundum og í skólastarfinu.

Tónlistarskóli Garðabæjar – Kennarar nota tækifærið og ræða við nemendur um virðingu og velferð, sérstaklega í hóptímum og á hljómsveitaræfingum.

Félagsmiðstöðvar í Garðabæ

Elítan Álftanesi

 

  • 13.október Sleikur kynfræðsluspil
  • 15.október Vinabandagerð með orðum sem tengjast velferð og virðingu
  •  18.október Fyrirlestur – Agnes Þóra Árnadóttir með Ms. í íþróttanæringarfræði með fyrirlestur og spjall um næringu, orkudrykki, svefn og fleira
  • 20.október Forvarnarvikuhátíð – Pubquiz um velferð og farið verður í samvinnuleiki. Boðið verður upp á Kakó og forvarnarvikuköku.

 

Klakinn Sjálandi Allir fyrirlestrar eru sameiginlegir hjá Klakanum og Sjálandsskóla og eru á skólatíma.

 

  • 13. október; Spjall um virðingu og velferð
  • 18. október; Trúnó, gefa unglingum tækifæri á að opna sig
  • 20. október; hollustukvöld í Klakanum

 

Garðalundur og Garðaskóli

 

  • 13. október; Ofbeldisvarnarskólinn, mannflóran, Samtökin 78, stofnun jafnréttisráðs
  • 14. október; 30 mín fyrirlestur frá Heilsulausnum. Vímuefni og sjálfsmynd. (skólinn)
  • 15. október; Ball, heilbrigð skemmtun í öruggu umhverfi.
  • 18. október; Yndislestur (skólinn). Hugmyndavinna með jafnréttisráði.
  • 19. október; Foreldrahús (skólinn og foreldrar)
  • 20. október; Jafnréttisráð setur fram sínar hugmyndir í skólanum

 

FG – Verkefni í lífsleiknitímum. - Uppistand/fræðsla á sal Bergur Ebbi kemur fram 2x í vikunni.