Fréttir: október 2018
Fyrirsagnalisti

Göngu- og hjólateljarar í Garðabæ
Í sumar var settur upp nýr gönguteljari sem mælir fjölda ferða hjólandi og gangandi á stíg sem liggur að Búrfellsgjá með því markmiði að fylgjast með umferð vegfaranda. Teljarinn gefur skýra mynd af fjölda fólks á tilteknu svæði og nýtist því t.d. vel á nýjum bílastæðum sem eru komin í gagnið í Heiðmörk við Búrfellsgjá/Selgjá.
Lesa meira
Kvennafrí - þjónustuver Garðabæjar lokar kl. 14.55
Þjónustuveri Garðabæjar verður lokað kl. 14.55 í dag í tengslum við viðburðinn „Kvennafrí 2018 - Kvennaverkfall 24. október“ .
Lesa meira
Áhugaverð erindi á menntadegi
Föstudaginn 26. október nk. er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum.
Lesa meira
31 iðkandi Stjörnunnar í landsliðum Íslands á EM í hópfimleikum
Evrópumótið í hópfimleikum var haldið um helgina þar sem íslensku liðin stóðu sig afar vel. Alls var 31 iðkandi Stjörnunnar í landsliðum Íslands.
Lesa meira
Naumt tap í Útsvari
Lið Garðabæjar keppti á föstudaginn sl. í Útsvari en tapaði þar naumlega gegn Ísafjarðarbæ. Viðureign liðanna lauk þannig að Ísafjarðarbær hlaut 61 stig en Garðabær 59.
Lesa meira
Gagnrýni bæjarstjórnar Garðabæjar um samgönguáætlun
Á fundi bæjarstórnar Garðabæjar fimmtudaginn 18. október 2018 var samþykkt ályktun um forgangsröðun til brýnna framkvæmda í samgönguáætlun.
Lesa meira
Garðabær tekur þátt í Útsvari
Garðabær mætir Ísafirði í spurningakeppninni Útsvari í kvöld föstudagskvöldið 19. október kl. 19:45 í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Lesa meira
Menntadagur í Garðabæ
Föstudaginn 26. október nk. er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum.
Lesa meira
,,Fljúga hvítu fiðrildin" í Bessastaðakirkju
Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla minntist Sveinbjarnar Egilssonar á hátíðardagskránni „Fljúga hvítu fiðrildin“ í Bessastaðakirkju, laugardaginn 6. október síðastliðinn í tilefni 10 ára afmælis félagsins.
Lesa meira
Útikennsla við Vífilsstaðavatn
Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur undanfarin ár boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns með leiðsögn Bjarna Jónssonar fiskifræðings og aðstoðarfólks garðyrkjudeildar við vatnið.
Lesa meira
Íbúar geta sent inn ábendingar og tillögur
Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2019-2022.
Lesa meira
Göngustígur eftir Búrfellsgjá endurnýjaður
Þessa dagana er verið að lagfæra og endurnýja um 1,8 km langan göngustíg eftir Búrfellsgjá, frá Vatnsgjá og Gjárétt yfir að sjálfum Búrfellsgíg. Samhliða því hefur verið hlaðið fyrir sprungur og stígurinn verið afmarkaður betur á hættulegum stöðum áberandi við gönguleiðina.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða