22. okt. 2018

Naumt tap í Útsvari

Lið Garðabæjar keppti á föstudaginn sl. í Útsvari en tapaði þar naumlega gegn Ísafjarðarbæ. Viðureign liðanna lauk þannig að Ísafjarðarbær hlaut 61 stig en Garðabær 59.

  • Lið Garðabæjar í Útsvari 2018
    Lið Garðabæjar í Útsvari 2018

Lið Garðabæjar keppti á föstudaginn sl. í Útsvari en tapaði þar naumlega gegn Ísafjarðarbæ. Viðureign liðanna lauk þannig að Ísafjarðarbær hlaut 61 stig en Garðabær 59.

Þau Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Jóel Ísak Jóelsson skipuðu lið Garðabæjar en þetta er í tólfta sinn sem keppnin fer fram. Að þessu sinni er keppnin útsláttarkeppni og stigahæstu tapliðin komast því ekki áfram. Því er Útsvarsgleðinni lokið þetta árið í Garðabæ.

Á vef sjónvarpsins má sjá upplýsingar um keppnina í ár.