Fréttir: maí 2022
Fyrirsagnalisti
Listahátíð í Garðabæ -rauðglóandi götuleikhús
Hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálma um götur og torg og slá tóninn fyrir Listahátíð í Reykjavík 2022. Götuleikhúsið mætir í Garðabæ laugardaginn 4. júní kl. 16. Atriðið hefst við Litlatún og endar við Garðatorg.
Lesa meiraBirgitta Haukdal bæjarlistamaður Garðabæjar 2022
Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí. Við sama tilefni var Birgittu og félögum hennar í Írafári afhent tvöföld platínuplata fyrir metsöluplötu sína „Allt sem ég sé“ og tóku þau lagið að þessu tilefni.
Lesa meiraNý menntastefna Garðabæjar
Menntastefna Garðabæjar 2022-2030 hefur nú litið dagsins ljós. Eldri stefna sveitarfélagsins var endurskoðuð og var það gert í víðtæku samráði við börn í leik-, grunn- og tónlistarskólum, starfsfólk, kjörna fulltrúa, forráðamenn og bæjarbúa.
Lesa meiraM-listi hefur kært framkvæmd kosninganna
M-listi Miðflokksins hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ til úrskurðarnefndar kosningamála. Í kærunni er vísað til þess að kjörseðill hafi verið þannig gerður að ekki hafi gætt jafnræðis með framboðum.
Lesa meiraÆrslabelgir í Garðabæ
Ærslabelgir eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir. Um er að ræða uppblásnar hoppudýnur sem koma í allskyns stærðum og gerðum. Hugmyndin og virknin er einföld; á ærslabelg eiga allir að geta notið sín og leikið sér við að hoppa og skoppa.
Lesa meiraEndurtalningu lokið - sama niðurstaða
Miðvikudaginn 18. maí 2022 fór fram endurtalning í Garðabæ á atkvæðum úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru sl. laugardag. Farið var yfir flokkun á öllum atkvæðum og hvert einasta atkvæði talið upp á nýtt. Atkvæðafjöldinn skiptist með nákvæmlega sama hætti milli flokka í endurtalningunni og í upphaflegri talningu.
Lesa meiraStjörnuhlaupið 2022
Stjörnuhlaupið fer fram síðdegis laugardaginn 21. maí og líkt og í fyrra verður hlaupið ræst kl. 16:00. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir, annars vegar 10 km hring og hins vegar 4 km hring.
Lesa meiraNý fræðsluskilti um fuglalíf við Urriðavatn
Við Urriðavatn í Garðabæ er að finna fjölmörg ný fræðsluskilti um fuglalíf við vatnið. Uppsetning fræðsluskiltanna er samstarfsverkefni Toyota á Íslandi og Garðabæjar.
Lesa meiraEndurtalning atkvæða
Yfirkjörstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að verða við beiðni um endurtalningu atkvæða vegna sveitarstjórnarkosninga. Endurtalning fer fram miðvikudaginn 18. maí nk.
Lesa meiraÚrslit sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ
Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 7 fulltrúa, G-listi Garðabæjarlistans fékk 2 fulltrúa, C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa og B-listi Framsóknarflokks 1 fulltrúa.
Lesa meiraKjörsókn í Garðabæ - nýjustu tölur
Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar hófst í morgun laugardaginn 14. maí 2022 kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00 í kvöld. Hér á vef Garðabæjar verða settar inn tölur yfir daginn um kjörsókn.
Lesa meiraVífilsbúð – ný útilífsmiðstöð skáta vígð
Miðvikudaginn 11. maí sl. var ný útilífsmiðstöð skátafélagsins Vífils er nefnist Vífilsbúð vígð. Útilífsmiðstöðin Vífilsbúð er staðsett við Grunnuvötn í Heiðmörk. Með tilkomu hinnar nýju útilífsmiðstöðvar Vífilsbúðar skapast betri möguleikar á að efla áhuga barna og unglinga á starfsemi skátafélagsins enda verður húsnæðið notað til að starfrækja fjölbreytta uppeldisstarfsemi í anda skátahreyfingarinnar.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða