Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ
Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 7 fulltrúa, G-listi Garðabæjarlistans fékk 2 fulltrúa, C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa og B-listi Framsóknarflokks 1 fulltrúa.
Úrslit í sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ 14. maí liggja fyrir.
Kjörsókn í Garðabæ var 64,1% sem er örlítið minni kosningaþátttaka en árið 2018 (67%).
Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 7 fulltrúa, G-listi Garðabæjarlistans fékk 2 fulltrúa, C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa og B-listi Framsóknarflokks 1 fulltrúa.
Lokatölurnar voru eftirfarandi:
Alls greidd atkvæði voru 8733, alls voru á kjörskrá 13 622. Sjá einnig frétt um kjörsókn yfir daginn hér.
| Atkvæði féllu þannig | |
|---|---|
| B-listi Framsóknarflokksins | 1116 |
| C-listi Viðreisnar | 1134 |
| D-listi Sjálfstæðisflokksins | 4197 |
| G-listi Garðabæjarlistans | 1787 |
| M-listi Miðflokksins | 314 |
| Auðir seðlar | 145 |
| Ógildir | 40 |
