14. maí 2022

Kjörsókn í Garðabæ - nýjustu tölur

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar hófst í morgun laugardaginn 14. maí 2022 kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00 í kvöld.  Hér á vef Garðabæjar verða settar inn tölur yfir daginn um kjörsókn.

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar hófst í morgun laugardaginn 14. maí 2022 kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00 í kvöld.  Kjörstaðir eru í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut og Álftanesskóla við Breiðumýri. 

Hér á vef Garðabæjar verða settar inn tölur yfir daginn um kjörsókn. Um leið og lokatölur, úrslit og nöfn kjörinna fulltrúa liggja fyrir verður það birt hér á vef Garðabæjar.
Á kjörskrá í Garðabæ eru 13.622.

Kjörsókn - nýjustu tölur

 • Kl. 22:00 höfðu 7435 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað eða 54,6%.  
  Utankjörfundaratkvæði voru 1298. Kjósendur sem greiddu atkvæði alls 8733.
  Kjörsókn alls með utankjörfundaratkvæðum var 64,1%.
  (Til samanburðar á sama tíma í sveitarstjórnarkosningum 2018 var kjörsókn 58,7% og í alþingiskosningum 2021 var kjörsókn á sama tíma 60,4%.  Kjörsókn alls í sveitarstjórnarkosningum 2018 var 67% og í alþingiskosningum 2021 var kjörsókn alls 83,4%)
 • Kl. 19:00 höfðu 6748 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 49,5%.
  (Til samanburðar á sama tíma í sveitarstjórnarkosningum 2018 var kjörsókn 50,1% og í alþingiskosningum 2021 var kjörsókn á sama tíma 53,1%).
 • Kl. 16:00 höfðu 4463 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 32,8%. 
  (Til samanburðar á sama tíma í sveitarstjórnarkosningum 2018 var kjörsókn 32,6% og í alþingiskosningum 2021 var kjörsókn á sama tíma 35,4%)
 • Kl. 12:00 höfðu 1342 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 9,9%.
  (Til samanburðar á sama tíma í sveitarstjórnarkosningum 2018 var kjörsókn 7,7% og í alþingiskosningum 2021 var kjörsókn á sama tíma 11,3%).

Upplýsingar um kosningarnar

Upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar má finna á kosningavef stjórnarráðsins, kosning.is.

Einnig má finna hér á vef Garðabæjar upplýsingar um framboð í Garðabæ, kjörskrá, kjörfund og utankjörfundaratkvæði