Fréttir: október 2020

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2020 : Skipulagsdagur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og tónlistarskólum mánudaginn 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. 

Lesa meira
Rafhlaupajólaleiga opnar í Garðabæ

30. okt. 2020 : Rafhlaupahjólaleiga opnar í Garðabæ

Á Garðatorgi og víðar um bæinn má nú sjá skærgræn rafhlaupahjól sem almenningur getur tekið á leigu. Í vikunni opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Garðabæ. Með tilkomu rafhlaupahjóla- og rafhjólaleigu í Garðabæ aukast enn fremur valkostir íbúa við að velja sér umhverfisvænni samgöngumáta.  

Lesa meira
Urriðakotshraun loftmynd Alta

30. okt. 2020 : Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs

Umhverfisstofnun undirbýr nú friðlýsingu Urriðakotshrauns í samstarfi við Garðabæ og landeigandann sem er Styrktar-og líknarsjóður Oddfellowa. Stefnt er að því að svæðið verði friðlýst sem fólkvangur, svæði til útivistar og almenningsnota þar sem jarðmyndanir, menningarminjar og gróðurfar eru verndaðar.

Lesa meira
covid.is

30. okt. 2020 : Hertar sóttvarnaráðstafanir frá 31. október

 Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. 

Lesa meira
Hrekkjavaka á tímum COVID

30. okt. 2020 : Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna!

Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár. 

Lesa meira
Íþróttamiðstöðin Ásgarður

24. okt. 2020 : Íþróttastarf barna og ungmenna næstu vikur

Fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins um íþróttastarf barna og ungmenna næstu vikur. 

Lesa meira
Leiðsögn á netinu um sýninguna 100%ULL í Hönnunarsafninu

22. okt. 2020 : Lifandi Hönnunarsafn í rafheimum

Hönnunarsafnið býður nú gestum upp á fjölbreytta viðburði og sýningar í rafheimum, þar má nefna leiðsögn um sýninguna 100% ULL og fuglasmiðju fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira
Myndlistarsýning í tilefni af 140 ára skólasögu á Álftanesi

22. okt. 2020 : Skólasaga á Álftanesi

Skólahald á Álftanesi á sér langa sögu en í ár eru liðin 140 ár í samfelldri skólasögu á Álftanesi. Í síðustu viku, fimmtudaginn 15. október sl., var haldið upp á það afmæli í Álftanesskóla. 

Lesa meira
Íþróttamiðstöðin Ásgarður

21. okt. 2020 : Meistaraflokkar og afrekshópar geta hafið æfingar

Meistaraflokkar og afreks hópar sem og afreksfólk í einstaklingsgreinum geta hafið æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna.
Þetta er afmarkað með þeim skilyrðum sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. október segir til um vegna íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. 

Lesa meira
covid.is

20. okt. 2020 : COVID-19 Takmarkanir frá 20. október 2020

Reglugerðir heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tóku gildi þriðjudaginn 20. október 2020. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

19. okt. 2020 : Sundlaugar, íþróttamannvirki og söfn lokuð áfram

Öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verða lokuð áfram. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð.

Lesa meira
Stálið reist í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri

16. okt. 2020 Fjölnota íþróttahús Framkvæmdir : Byrjað að reisa stálið í fjölnota íþróttahúsinu

Í vikunni var byrjað að reisa stálið í fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu í Vetrarmýri. Vinna við húsið hefur gengið vel frá því að framkvæmdir hófust að nýju í sumar. 

Lesa meira
Síða 1 af 2