Fréttir: ágúst 2020
Fyrirsagnalisti
Kyningarfjarfundir um skipulagsmál á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi
Í vikunni voru haldnir tveir kynningarfundir um skipulagsmál í Garðabæ á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi. Fjarfundirnir voru vel sóttir og margir sem fylgdust með í beinni og tóku þátt með því að senda inn spurningar á meðan á fundunum stóð.
Lesa meiraTímabundin frestun á skipulögðu íþróttastarfi fyrir eldri borgara
Skipulagt íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar sem átti að hefjast í haust verður frestað tímabundið skv. ákvörðun neyðarstjórnar Garðabæjar í ágúst 2020. Um er að ræða sundleikfimi og skipulagða hóptíma í leikfimi.
Lesa meiraAfrein frá Hafnarfjarðarvegi á Vífilsstaðaveg lokuð næstu 3 vikur
Vegna vinnu við breytingar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðarvegar þarf að loka afrein inn á Vífilsstaðaveg. Áætlað er að lokunin standi í 3 vikur.
Lesa meiraNý leikskólabörn hefja skólagöngu í leikskólum Garðabæjar
Nú stendur yfir aðlögunartímabil í leikskólum Garðabæjar þar sem ný börn mæta í leikskólana til að kynnast starfinu. Vegna fjarlægðartakmarkana og sóttvarna er aðlögunartímabilinu dreift á lengri tíma en áður.
Lesa meiraSamningur um uppbyggingu íbúðalóða á miðsvæði Álftaness undirritaður
Föstudaginn 14. ágúst var undirritaður samstarfssamningur á milli Garðabæjar, Húsbygg ehf og Íslandsbanka um uppbyggingu fjölbýlishúsa á miðsvæði Álftaness við Breiðumýri.
Lesa meiraFjarfundir í næstu viku vegna tillagna um breytingar á skipulagi á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi
Þriðjudaginn 25. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag á Norðurnesi og fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag í Vífilsstaðalandi. Vegna samkomutakmarkana fara báðir fundir fram í gegnum Facebook síðu Garðabæjar.
Lesa meiraUpphaf skólastarfs veturinn 2020-2021
Skólasetning grunnskóla í Garðabæ verður mánudaginn 24. ágúst. Í vetur verða um 2500 nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Garðabæjar og 240 börn hefja nám í 1. bekk.
Lesa meiraVífilsstaðavegur lokaður við nýja hringtorgið fimmtudaginn 20. ágúst frá kl. 9-18
Fimmtudaginn 20. ágúst frá kl. 09 - 18 verður unnið við malbikun á nýja hringtorginu á Vífilsstaðavegi. Þennan tíma verður sá hluti götunnar lokaður fyrir allri umferð.
Lesa meiraSundlaugin á Álftanesi lokuð þriðjudaginn 18. ágúst og til kl. 9 miðvikudaginn 19. ágúst
Vegna vinnu við nýjar tengingar hjá Veitum verður sundlaugin á Álftanesi lokuð þriðjudaginn 18 ágúst og stendur lokunin til kl 09:00 miðvikudaginn 19 ágúst.
Lesa meiraHeitavatnslaust í Lundum, Holtsbúð, Hleinahverfi, Molduhrauni og Urriðaholti 18. og 19. ágúst
Vegna tengingar nýrrar stofnlagnar verður heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal í nokkrum hverfum í Garðabæ frá kl. 2 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 9 að morgni 19. ágúst
Lesa meiraNýtt leiksvæði við Heiðarlund/ Hofsstaðabraut
Í sumar var lokið við endurnýjun á leiksvæðinu við Heiðarlund/Hofsstaðabraut. Ný og skemmtileg leiktæki voru sett upp, körfuboltavöllur endurnýjaður og nýtt undirlag sett á allt svæðið
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús hafnar að nýju
Framkvæmdir eru á hafnar á ný við fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri eftir tímabundna stöðvun.Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega framhjá framkvæmdasvæðinu.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða