Nýtt leiksvæði við Heiðarlund/ Hofsstaðabraut
Í sumar var lokið við endurnýjun á leiksvæðinu við Heiðarlund/Hofsstaðabraut. Ný og skemmtileg leiktæki voru sett upp, körfuboltavöllur endurnýjaður og nýtt undirlag sett á allt svæðið
Í sumar var lokið við endurnýjun á leiksvæðinu við Heiðarlund og Hofsstaðabraut. Ný og skemmtileg leiktæki voru sett upp og körfuboltavöllur endurnýjaður og nýtt undirlag sett á allt svæðið. Ungir Garðbæingar munu án efa nýta sér þetta skemmtilega leik- og íþróttasvæði vel.