Fréttir: maí 2020

Fyrirsagnalisti

Þórdís Linda Þórðardóttir

29. maí 2020 : Sigurvegari í söngkeppni Samfés

Þórdís Linda Þórðardóttir úr félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðabæ sigraði í söngkeppni Samfés sem fór fram á vef UngRÚV með innsendum atriðum ungmenna af öllu landinu.

Lesa meira
Sumarhátíð Holtakots

29. maí 2020 : Árleg sumarhátíð Holtakots

Í síðustu viku hélt Heilsuleikskólinn Holtakot sína árlegu sumarhátíð.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

28. maí 2020 : Umsóknarfrestur um sumarstörf til og með 1. júní

Um miðjan maí var opnað fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir 17-25 ára ungmenni með lögheimili í Garðabæ. Umsóknarfrestur fyrir störfin er til og með 1. júní nk. 

Lesa meira
Sumarnámskeið fyrir börn

22. maí 2020 : Sumarnámskeið fyrir börn

Á vef Garðabæjar má sjá upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn, t.d. sumarnámskeið skátafélaga, sumarnámskeið íþróttafélaganna Stjörnunnar og UMFÁ, söngleikjanámskeið Drauma, skapandi sumarnámskeið Klifsins, listasmiðju á Álftanesi, rafíþróttanámskeið, ævintýra- og leikjanámskeið, golfnámskeið, sumarlestur og ritsmiðjunámskeið á Bókasafni Garðabæjar, skapandi sumarnámskeið Dansskóla Birnu Björns, sumarnámskeið Alþjóðaskólans og margt fleira.

Lesa meira
Undirritun samnings við Skátafélagið Svani

22. maí 2020 : Samstarfssamningur við Skátafélagið Svani

Garðabær og skátafélagið Svanir hafa gert með sér samstarfssamning um framkvæmd skátastarfs á félagssvæði Svana í Garðabæ. 

Lesa meira
Ærslabelgur við Hofsstaðaskóla

22. maí 2020 : Ærslabelgurinn kominn í gang fyrir sumarið

Ærslabelgurinn var settur í gang í vikunni og verður í gangi alla virka daga kl. 16-21 og frá 9-21 um helgar fram til 8. júní.

Lesa meira
Ásgarðslaug

15. maí 2020 : Sundlaugar opna aftur 18. maí

Frá og með mánudeginum 18. maí verður aftur hægt að fara í sund þegar sundlaugar landsins opna aftur eftir lokun síðustu vikna. Áfram þarf að fylgja leiðbeiningum frá almannavörnum varðandi sundlaugar. 

Lesa meira
Undirritun samnings um framkvæmdi við

15. maí 2020 : Framkvæmdir að hefjast við Hafnarfjarðarveg

Framkvæmdir við endurbætur Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar eru að fara hefjast og standa yfir í sumar og fram til ársins 2021. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

15. maí 2020 : Ný og fleiri sumarstörf fyrir öll 17-25 ára ungmenni í Garðabæ

Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir 17-25 ára ungmenni með lögheimili í Garðabæ. Um er að ræða sumaratvinnuátak Garðabæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Hluti starfanna er einnig í tengslum við sumaratvinnuátak fyrir námsmenn á landsvísu í samvinnu við Vinnumálastofnun. 

Lesa meira
Merkingar á göngu- og hjólastíg við Arnarnesvog

11. maí 2020 : Hjólað í vinnuna

Íbúar Garðabæjar og vinnustaðir í Garðabæ eru hvattir til að taka þátt í verkefninu ,,Hjólað í vinnuna" sem hófst 6. maí sl. og stendur til 26. maí nk.

Lesa meira
Götuhreinsun að vori

8. maí 2020 : Vorverkin í bænum

Þessa daga má sjá Garðbæinga sem og bæjarstarfsmenn á fullu í vorverkum í bænum. Í byrjun vikunnar var byrjað að sópa allar aðalgötur og þegar vorhreinsun lóða hefst 11. maí nk. verður farið að hreinsa íbúðagötur. 

Lesa meira
Vefsjá SSH

8. maí 2020 : Ný vefsjá með tölfræði og kortum hjá SSH

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa tekið í notkun nýja tölfræði- og kortagátt á vef samtakanna sem hefur verið kölluð Vefsjá SSH. 

Lesa meira
Síða 1 af 2