Sigurvegari í söngkeppni Samfés
Þórdís Linda Þórðardóttir úr félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðabæ sigraði í söngkeppni Samfés sem fór fram á vef UngRÚV með innsendum atriðum ungmenna af öllu landinu.
-
Þórdís Linda Þórðardóttir úr félagsmiðstöðinni Garðalundi
Þórdís Linda Þórðardóttir úr félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðabæ sigraði í söngkeppni Samfés sem fór fram á vef UngRÚV með innsendum atriðum ungmenna af öllu landinu. Samtals 30 keppendur sem tóku þátt í úrslitakeppninni komust áfram í gegnum undan- og landshlutakeppnir sem fóru fram í öllum landshlutum.
Í ár tóku allir keppendur upp atriðin sín í heimabyggð og sendu inn í keppnina. Dómnefnd valdi 1.-3. sæti og Rödd fólksins var valin í netkosningu.
Hægt er að sjá öll atriði keppenda og úrslit á www.ungruv.is
Samfés er frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Sjá einnig vef Samfés.