Fréttir: júní 2022
Fyrirsagnalisti
Jónsmessugleði í þrettánda sinn
Jónsmessugleði Grósku var haldin í þrettánda sinn fimmtudaginn 23. júní sl. með þemanu „ljós og skuggar“. Hin árlega Jónsmessugleði sem vekur ávallt mikla lukku meðal fólks á öllum aldri er haldin af Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, í samstarfi við Garðabæ.
Lesa meiraGreiðslur til forráðamanna leikskólabarna á biðlista
Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt greiðslur til forráðamanna barna 12 mánaða og eldri sem eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ. Umsóknir um greiðslur til forráðamanna vegna barna 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ eru nu komnar inn á Þjónustugátt Garðabæjar
Lesa meiraSkapandi sumarsmiðjur á bókasafninu
Á Bókasafni Garðabæjar við Garðatorgi verður boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni í sumar. Á fimmtudögum kl.13 verður boðið upp á sérstakar lista- og sköpunarsmiðjur og á föstudögum eru sumarsmiðjur frá 10-12.
Lesa meiraSumaropnun í Króki á Garðaholti
Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.Eins og undanfarin sumur er opið hús í burstabænum Króki alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meiraSumarnámskeið fyrir börn
Á vef Garðabæjar má sjá upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn sem eru í boði í Garðabæ í sumar. Þar eru helstu upplýsingar um námskeiðin og hlekkir yfir á vefsíður/skráningarsíður þeirra félagasamtaka sem halda námskeiðin.
Lesa meiraTjaldungar í fæði hjá tölvudeild Garðabæjar
Á þaki Garðatorgs 7, á bæjarskrifstofum Garðabæjar, mætir tjaldapar ár eftir ár og verpir á þaki hússins. Tjaldurinn hefur ekki farið framhjá starfsfólki á svæðinu en tölvudeild Garðabæjar er með gott útsýni yfir varpstaðinn og fylgist með parinu ár hvert.
Lesa meiraJónsmessugleði Grósku 2022
Jónsmessugleði Grósku verður haldin í þrettánda sinn fimmtudaginn 23. júní kl. 19.30-22.00 með þemanu „ljós og skuggar“.
Lesa meira17. júní í Garðabæ
Loksins fá allir íbúar Garðabæjar að fagna þjóðhátíðardeginum saman á ný en hátíðarhöldin verða með hefðbundnum hætti og fara fram í miðbæ Garðabæjar við Garðatorg. Hátíðleiki, fjör og tónlist!
Lesa meiraÚthlutun úr Þróunarsjóði leikskóla
Nýverið var styrkjum úthlutað úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ fyrir skólaárið 2022-2023. Í ár voru veittir styrkir til sex verkefna úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ alls að upphæð 4,5 milljónir kr.
Lesa meiraGreiðslur til forráðamanna leikskólabarna á biðlista teknar upp í Garðabæ
Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt greiðslur til forráðamanna barna 12 mánaða og eldri sem eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ.
Lesa meiraSkemmtilegur skóli og hlýlegur skólaandi
Ungbarnaleikskólinn Mánahvoll hóf starfsemi sína í ágúst 2021. Um 81 barn eru nú innritað í Mánahvol en gert er ráð fyrir að leikskólinn geti verið með pláss fyrir allt að 112 börn þegar allar átta deildirnar verða komnar til starfa.
Lesa meiraSkólagarðar Garðabæjar
Skólagarðarnir í Silfurtúni eru fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára og enn eru nokkrir lausir garðar í sumar.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða