24. jún. 2022

Skapandi sumarsmiðjur á bókasafninu

Á Bókasafni Garðabæjar við Garðatorgi verður boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni í sumar.  Á fimmtudögum kl.13 verður boðið upp á sérstakar lista- og sköpunarsmiðjur og á föstudögum eru sumarsmiðjur frá 10-12. 

  • Fimni á fimmtudögum - skapandi smiðja í bókasafninu
    Fimni á fimmtudögum - skapandi smiðja á Bókasafni Garðabæjar

Á Bókasafni Garðabæjar við Garðatorgi verður boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni í sumar.  Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi opnar kl. 9 og það er alltaf velkomið að koma snemma og hanga, lesa eða spjalla.

Fimni á fimmtudögum kl. 13

Á fimmtudögum verður boðið upp á sérstakar lista- og sköpunarsmiðjur í umsjón sumarstarfsmanns undir heitinu ,,Fimni á fimmtudögum".   Fimmtudaginn 23. júní var fyrsta fimni- smiðjan haldin en þá var haldin stórskemmtileg klippimyndasmiðja á bókasafninu undir leiðsögn Thelmu sumarstarfsmanns safnsins.  Fimmtudagssmiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum.  Fimmtudagssmiðjurnar verða í boði fram til lok júlí.  Hér í viðburðadagatalinu má sjá dagskrá í fimmtudagssmiðjunum. 

Föstudagssmiðjur kl. 10-12

Alla föstudaga í sumar verða í boði fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn frá kl. 10-12 í safninu á Garðatorgi.  Fyrsta smiðjan var haldin föstudaginn 14. júní og síðasta föstudagssmiðjan verður haldin 12. ágúst.  Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum börnum.  Í föstudagsssmiðjunum verður m.a. perlað, farið í fánagerð, föndrað, spilað, hlustað á tónlist og farið í leiki.  Hér má sjá dagskrá í föstudagssmiðjunum.

Lestrarhestur vikunnar í sumarlestri safnsins er dreginn út kl. 12:00 alla föstudaga.