Fréttir: maí 2017

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

30. maí 2017 : Skráning í skólagarða hafin og fjölskyldugarðar tilbúnir til útleigu

Skráning í skólagarða Garðabæjar í Silfurtúni hófst 1. júní og fjölskyldugarðar í Hæðahverfi eru tilbúnir til útleigu Lesa meira
Frá sögugöngu um Álftanes í september 2017

26. maí 2017 : Gengið um Garðahverfi

Það var góð mæting í sögugöngu um Garðahverfi þriðjudaginn 23. maí sl. Um 80 manns mættu í gönguna sem var farin undir leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Gengið var um minjar í norðurhluta Garðahverfis en menningarlandslagið á svæðinu er einstakt.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

26. maí 2017 : Góð heimsókn frá Lundabóli

Í vikunni mættu hress og kát leikskólabörn frá leikskólanum Lundabóli í heimsókn í ráðhús Garðabæjar þar sem þ?au áttu bókaðan tíma hjá Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar. Börnin voru búin að æfa dans sem þau vildu fá að sýna bæjarstjóranum og skrifuðu honum bréf vegna þessa Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

26. maí 2017 : Kynningarfundur um aðalskipulag Garðabæjar 30. maí nk.

Tillaga að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 ásamt umhverfisskýrslu var auglýst 8. maí 2017 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla þriðjudaginn 30. maí 2017 klukkan 17:15. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

19. maí 2017 : Úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla

Föstudaginn 12. maí sl. voru undirritaðir samningar um styrki úr þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Markmið með þróunarsjóðnum er að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi skóla í Garðabæ Lesa meira
stjórnarmenn UMFÁ ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra á nýja gervigrasvellinum á Álftanesi

19. maí 2017 : Samningur um rekstur vallarsvæðisins á Álftanesi

Laugardaginn 13. maí sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og Ungmennafélags Álftaness (UMFÁ) um rekstur og eftirlit með vallarsvæðinu á Álftanesi.

Lesa meira
Framtakssamir íbúar taka þátt í hreinsunarátaki 2017

19. maí 2017 : Fjölmargir hópar tóku þátt í hreinsunarátakinu

Undanfarin ár hefur þátttaka aukist jafnt og þétt í hinu árlega hreinsunarátaki bæjarins þar sem félög, hópar og nágrannar eru hvattir til að taka sig saman og hreinsa sitt nærumhverfi.

Lesa meira
göngu- og hjólaleið á milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns malbikuð vorið 2017

11. maí 2017 : Ný göngu- og hjólaleið sunnan Vífilsstaða malbikuð

Í vikunni var lokið við síðari áfanga í uppbyggingu nýrrar göngu- og hjólaleiðar milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns þegar stígurinn var malbikaður.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

11. maí 2017 : Vorhreinsun lóða 15. - 26. maí

Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður dagana 15.-26. maí nk. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

10. maí 2017 : Þemaverkefni kynnt á opnum húsum í leikskólum

Föstudaginn 5. maí sl. var opið hús í leikskólum Garðabæjar. Mikil gróska er í leikskólastarfinu sem lýsir sér í fjölbreytni og fjölda verkefna. Lesa meira
Loftmynd af Lundahverfi

10. maí 2017 : Íbúafundur um deiliskipulag Lundahverfis 11. maí kl. 17:00

Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis í Garðabæ verður haldinn fimmtudaginnn 11. maí kl. 17:00 í Flataskóla. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

9. maí 2017 : Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn verður 17. maí

Fyrirhugaðri fuglaskoðun við Kasthúsatjörn á Álftanesi verður frestað um viku eða til miðvikudagsins 17. maí nk. kl. 17:15. Fuglaskoðunin átti upphaflega að vera 10. maí en vegna veðurútlits var fundin ný dagsetning. Lesa meira
Síða 1 af 2