26. maí 2017

Kynningarfundur um aðalskipulag Garðabæjar 30. maí nk.

Tillaga að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 ásamt umhverfisskýrslu var auglýst 8. maí 2017 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla þriðjudaginn 30. maí 2017 klukkan 17:15. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.
  • Séð yfir Garðabæ

Tillaga að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 ásamt umhverfisskýrslu var auglýst 8. maí 2017 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla þriðjudaginn 30. maí 2017 klukkan 17:15.

Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sveitarfélags þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Tillagan er aðgengileg hér á vef Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7, til og með 19. júní 2017. Á sama tíma verður tillagan aðgengileg hjá Skipulagsstofnun bæði í sýningarrými að Borgartúni 7b og á vefsíðunni www.skipulag.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 19. júní 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

Verið velkomin á kynningarfundinn!

Bæklingur um aðalskipulag Garðabæjar sem var dreift í hús fyrir kynningarfundinn. (pdf-skjal) 
Baksíða - uppdráttur  (pdf-skjal)

Auglýsing um kynningarfund (pdf-skjal)

Kynningarfundur - viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.