Fréttir: febrúar 2018
Fyrirsagnalisti

Leikskólar Hjallastefnunnar fyrir leikskólabörn á öllum aldri
Næsta haust verða leikskólar Hjallastefnunnar í Garðabæ fyrir leikskólabörn á öllum aldri. Leikskólinn Ásar við Bergás býður þar með tólf mánaða til fimm ára börn velkomin og hið sama gildir um leikskólana tvo á Vífilsstöðum, Litlu-Ása og Hnoðraholt. Litlu- Ásar hefur frá upphafi verið ungbarnaleikskóli fyrir börn frá tólf mánaða aldri en nú geta börnin verið áfram þar alla leikskólagönguna.
Lesa meira
Fundað með þingmönnum Suðvesturkjördæmis
Föstudaginn 16. febrúar funduðu bæjarfulltrúar Garðabæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis þar sem farið var yfir helstu mál sem eru á döfinni hjá Garðabæ. Fundurinn, sem var haldinn í íþróttamiðstöð GKG, var hluti af sk. kjördæmaviku alþingis sem stóð yfir 13.-16. febrúar sl.
Lesa meira
Plastið í sér poka og beint út í tunnu
Íbúar í Garðabæ geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Samkomulag um uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi
Garðabær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf hafa undirritað samkomulag um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í Garðabæ. Öryggismyndavélakerfið er eingöngu ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila.
Lesa meira
Dagskrá í bókasafni og Hönnunarsafninu í vetrarfíi grunnskóla
Vetrarfrí stendur yfir í grunnskólum Garðabæjar dagana 19.-23. febrúar nk. Í vetrarfríinu er boðið upp á dagskrá í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg þar sem verða bíósýningar, föndursmiðjur og einnig er hægt að glugga í bækur, teikmyndasögur, lita myndir, leysa þrautir, krossgátur og ratleiki, spila, tefla og púsla allan daginn. Einnig verður smáhúsasmiðja í Hönnunarsafninu miðvikudaginn 21. febrúar
Lesa meira
Plastið í poka frá 1. mars
Íbúar í Garðabæ geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Seglar með viðmið um skjánotkun
Í framhaldi af forvarnaviku sem haldin var í leik- og grunnskólum Garðabæjar í október sl. lét mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar útbúa segla með viðmiðum um skjánotkun. Öllum börnum í leik- og grunnskólum Garðabæjar verður gefinn segull og verður hann afhentur í skólunum á næstu dögum.
Lesa meira
Nýtt upplýsingaver Garðaskóla
Upplýsingaver Garðaskóla var opnað í desember eftir róttækar breytingar á efri hæð skólans. Framkvæmdum er ekki lokið að fullu því eftir er að innrétta verið með varanlegum húsgögnum.
Lesa meira
Bjóðum í samtal – góð mæting á íbúafundi
Garðabær hefur staðið að röð íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Bjóðum í samtal“ í janúar og febrúar. Fjórði og síðasti fundurinn í röðinni var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar sl. í sal Flataskóla. Góð mæting var á alla fundina og íbúar mjög áhugasamir um að fræðast um starfssemi bæjarins og að koma málefnum og spurningum sínum að.
Lesa meira
Fjölbreytt dagskrá í söfnum Garðabæjar og stuð í Álftaneslaug
Garðabær tók þátt í Vetrarhátíð sem var haldin dagana 1.-4. febrúar sl. Í tilefni hátíðarinnar voru ýmsar byggingar á höfuðborgarsvæðinu lýstar upp í grænum lit norðurljósanna og í Garðabæ voru var Bessastaðakirkja lýst upp í grænum tónum og einnig efsti hlutinn á ráðhústurninum á Garðatorgi og grænir ljósastaurar lýstu leiðina inn í Hönnunarsafnið og Bókasafnið á Garðatorgi.
Lesa meira
Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, gefst ungu fólki færi á að senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíðum og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna.
Lesa meira
Bein útsending af íbúafundi í Flataskóla hefst kl. 17:30
Bein útsending af íbúafundi í Flataskóla hefst kl. 17:30 á fésbókarsíðu Garðabæjar
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða