9. feb. 2018

Nýtt upplýsingaver Garðaskóla

Upplýsingaver Garðaskóla var opnað í desember eftir róttækar breytingar á efri hæð skólans. Framkvæmdum er ekki lokið að fullu því eftir er að innrétta verið með varanlegum húsgögnum.

  • Nýtt upplýsingaver Garðaskóla
    Nýtt upplýsingaver Garðaskóla

Upplýsingaver Garðaskóla var opnað í desember eftir róttækar breytingar á efri hæð skólans. Framkvæmdum er ekki lokið að fullu því eftir er að innrétta verið með varanlegum húsgögnum. Gamlar hillur og sæti voru sett upp til að koma starfinu af stað og framundan eru fjölbreytt verkefni í skemmtilegu vinnurými. Í hönnunarsmiðju, sem er einn hluti upplýsingaversins, geta nemendur nýtt opna tíma til að koma hugmyndum sínum í verk.

Rafrænt fréttabréf Garðaskóla

Í rafrænu fréttabréfi Garðaskóla sem kom út í lok janúar er fjallað um upplýsingaverið og þar er einnig að finna fjölmargt áhugavert efni fyrir nemendur, forráðamenn sem og aðra sem hafa áhuga á málefnum skólans. Sjá frétt á vef Garðaskóla.