Fréttir: nóvember 2018

Fyrirsagnalisti

Jólatréð sett upp á Garðatorgi

30. nóv. 2018 : Fjölbreytt dagskrá á aðventunni í Garðabæ

Fjölmargir menningarviðburðir verða í boði á aðventunni í Garðabæ. Í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar um hvern viðburð.

Lesa meira
Starfsmenn Asker fella jólatréð sem er fengið úr garði íbúa í Asker

30. nóv. 2018 : Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á Garðatorgi

Laugardaginn 1. desember nk. verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 49. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan. 

Lesa meira
Klifurveggurinn vígður

30. nóv. 2018 : Klifurveggur vígður í Holtakoti

Miðvikudaginn 27. nóvember sl. var opið hús og rauður dagur/jólapeysudagur í leikskólanum Holtakoti á Álftanesi. Foreldrum og öðrum ættingjum var boðið að koma í heimsókn, skoða listaverk barnanna og gæða sér á heitu súkkulaði, kaffi, smákökum og heimabökuðu kryddbrauði. Þá var klifurveggur leikskólans vígður.

Lesa meira
Goddur hélt áhugaverðan fyrirlestur

27. nóv. 2018 : Kóperingar, klassík og hefðir í hönnun

Haldinn var fyrirlestrardagur í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1 föstudaginn 23. nóvember sl. og var yfirskriftin Kóperingar, klassík og hefðir í hönnun. 

Lesa meira
Ný reiðleið frá Kjóavöllum tekin í notkun

23. nóv. 2018 : Ný reiðleið frá Kjóavöllum um Grunnuvötn í Heiðmörk

Ný reiðleið frá Kjóavöllum um Grunnuvötn í Heiðmörk var tekin í notkun með formlegum hætti fimmtudaginn 22. nóvember sl.  

Lesa meira
Ævar afhenti Katrínu loftbelgina.

22. nóv. 2018 : Forsætisráðherra fékk skilaboð frá börnum í Flataskóla

Ævar Þór Bene­dikts­son barna­bóka­höf­und­ur gekk á fund for­sæt­is­ráðherra á föstu­dag­inn síðastliðinn ásamt full­trú­um frá UNICEF á Íslandi. Ævar afhenti Katrínu Jak­obs­dótt­ur skila­boð frá börn­um í Flata­skóla í Garðabæ í til­efni alþjóðlegs dags barna sem var þann 20. nóvember. 

Lesa meira
Göngustígur eftir Búrfellsgjá

21. nóv. 2018 : Búum til ljósmyndasýningu saman – Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?

,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ er þema ljósmyndasýningar sem Bókasafn Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að.  Leitað er til ykkar bæjarbúa og annarra velunnara Garðabæjar um að senda inn ljósmyndir úr Garðabæ sem eru teknar á árinu 2018. 

Lesa meira
Dælustöð við Arnarnesvog

20. nóv. 2018 : Viðhald á þrýstilögn frá dælustöð við Arnarnesvog

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis verður dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds miðvikudaginn 21. nóvember.  Verkefnið er hreinsun á  þrýstilögn frá dælustöðinni. Nánari upplýsingar um framgang verksins verða birtar á vef Garðabæjar eins og kostur er.

Lesa meira
Bebras er alþjóðleg áskorun.

16. nóv. 2018 : Hofsstaðaskóli tekur þátt í alþjóðlegri áskorun

Vikuna 12.-16. nóvember taka nemendur í 4. -7. bekkjum Hofsstaðaskóla í Garðabæ þátt í Bebras áskoruninni. 

Lesa meira
Dælustöð við Arnarnesvog

15. nóv. 2018 : Viðhaldi á dælustöð við Arnarnesvog er lokið

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis var dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds í dag fimmtudaginn 15. nóvember. Framkvæmdir gengu vel og fór stöðin af yfirfalli kl. 15:45 í dag.

Lesa meira
Heimsókn í Hofsstaðaskóla

14. nóv. 2018 : Erasmus gestir í Hofsstaðaskóla

Vikuna 15. -19. október voru góðir gestir í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Gestirnir komu frá sjö evrópuþjóðum þ.e. Belgíu, Ítalíu. Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi (Guadalupe), Tyrklandi og Svíþjóð en um var að ræða skólastjórnendur og kennara úr leik- og grunnskólum, alls 17 manns. 

Lesa meira
Afmælishátíð Flataskóla

14. nóv. 2018 : Flataskóli 60 ára

Þann 1. nóvember síðastliðinn héldu nemendur og starfsmenn Flataskóla upp á 60 ára afmæli skólans með sérstakri afmælissýningu. Allir nemendur tóku þátt í sýningunni sem þótti afar vel heppnuð og var endurtekin 5. og 6. nóvember.

Lesa meira
Síða 1 af 2