14. nóv. 2018

Flataskóli 60 ára

Þann 1. nóvember síðastliðinn héldu nemendur og starfsmenn Flataskóla upp á 60 ára afmæli skólans með sérstakri afmælissýningu. Allir nemendur tóku þátt í sýningunni sem þótti afar vel heppnuð og var endurtekin 5. og 6. nóvember.

  • Afmælishátíð Flataskóla
    Afmælishátíð Flataskóla

Þann 1. nóvember síðastliðinn héldu nemendur og starfsmenn Flataskóla upp á 60 ára afmæli skólans með sérstakri afmælissýningu. Allir nemendur tóku þátt í sýningunni sem þótti afar vel heppnuð og var endurtekin 5. og 6. nóvember.

Barnaskóli Garðahrepps, síðar Flataskóli, var settur þann 18. október 1958 í nýju skólahúsi við Vífilsstaðaveg. Nemendur voru þann vetur 137 talsins. Við stofnun skólans varð Vilbergur Júlíusson skólastjóri hans og allt til ársins 1984. Auk hans komu að skólanum sex kennarar.

Sigrún Gísladóttir gegndi starfi skólastjóra Flataskóla frá 1984 til 2004. Hún var í leyfi haustið 1997 og vorið 1999 leysti Þorbjörg Þóroddsdóttir, þáverandi aðstoðarskólastjóri hana af. Skólaárið 2002 - 2003 leysti Inga Þórunn Halldórsdóttir hana af sem skólastjóri. Helga María Guðmundsdóttir hefur gengt starfi aðstoðarskólastjóra frá 2000.

Sigurveig Sæmundsdóttir tók við starfi skólastjóra Flataskóla þann 1. ágúst 2004 til 2010 en áður gegndi hún starfi aðstoðarskólastjóra Hofsstaðaskóla. 

Helga María Guðmundsdóttir stjórnaði skólanum skólaárið 2010 til 2011 en um haustið 2011 tók Ólöf Sigríður Sigurðardóttir við stjórninni og er hún starfandi skólastjóri í dag.