Fréttir: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

30. apr. 2018 : Lokað fyrir aðgang að opnu bókhaldi Garðabæjar

Í fréttaflutningi fjölmiðla síðastliðna daga hefur komið fram að í svokölluðu „opnu bókhaldi“, sem birt er á vefsíðum tiltekinna sveitarfélaga, hafi verið unnt í takmarkaðan tíma að nálgast tilteknar upplýsingar er áttu ekki að vera aðgengilegar þar. 

Lesa meira
Plast í poka

27. apr. 2018 : Vinningshafi - bæklingur um plastflokkun

Íbúar í Garðabæ hafa frá því í byrjun mars getað flokkað plast með því að setja það sér í poka og beint í tunnuna með almenna sorpinu. Bæklingur með upplýsingum um plastflokkunina var dreift inn á heimili í Garðabæ 

Lesa meira
Ragnheiður í Jónshúsi

27. apr. 2018 : Vel heppnuð jazzhátíð

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin 19.-21. apríl sl. Jazzhátíð Garðabæjar var haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason tónlistarmaður.

Lesa meira
Listadagahátíð

27. apr. 2018 : Gleðin réði ríkjum á listadagahátíð

Í gærmorgun, fimmtudaginn 26. apríl var haldin listadagahátíð í tilefni Listadaga barna- og ungmenna í Garðabæ. Um var að ræða skemmtidagskrá fyrir börn á aldrinum 4-8 ára og mættu fjölmargir leikskólar bæjarins og yngstu bekkir grunnskóla.

Lesa meira
Íbúar Urriðaholts tína rusl

23. apr. 2018 : Plokkað í Urriðaholti

Hópurinn ,,Plokk á Íslandi“ stóð að ruslatínslu / plokki víðs vegar um landið í gær, sunnudag, í tilefni af alþjóðlegum degi jarðar. Hópurinn plokkaði meðal annars í Urriðaholti í Garðabæ og skilaði þar af sér mörgum pokum fullum af rusli.

Lesa meira
Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð

20. apr. 2018 : Líflegar umræður á fundi um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð

Miðvikudaginn 11. apríl sl. var haldinn opinn fundur um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ. Á fundinum gátu íbúar tekið þátt í umræðum um hvaða starfssemi ætti heima í fjölnota menningar- og fræðamiðstöð og komið hugmyndum sínum á framfæri.

Lesa meira
Tónlistarskóli Garðabæjar

20. apr. 2018 : Mikil ánægja með skólastarf í Tónlistarskóla Garðabæjar

Viðhorfskönnun var send til foreldra nemenda yngri en 18 ára í Tónlistarskóla Garðabæjar í mars síðastliðnum. Markmiðið var að kanna hug foreldra til starfsins, fá ábendingar um það sem betur mætti fara og búa til vettvang fyrir foreldra til að koma nýjum hugmyndum á framfæri.

Lesa meira
Jazzhátíð

20. apr. 2018 : Jazzhátíð Garðabæjar byrjar vel

Jazzhátíð Garðabæjar hófst að kvöldi til sumardaginn fyrsta, 19. apríl sl., með tónleikum í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Því næst steig á svið ASA-tríó skipað þeim Agnari Má Magnússyni, Andrési Þór Gunlaugssyni og Scott McLemore. Sérstakur gestur með þeim var Jóel Pálsson saxófónleikari.

Lesa meira
Opnun Ásgarðslaugar

20. apr. 2018 : Sundlaugin í Ásgarði opnuð á ný

Ásgarðslaug í Garðabæ opnaði á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl sl. Það var fjölmennt við opnunina og margir sem biðu spenntir eftir að fá að stinga sér til sunds á ný. ,,Fósturvísarnir" félagar í karlakórnum Fóstbræðrum fluttu nokkur lög fyrir viðstadda áður en klippt var á borðan ofan í laugina og tóku einnig lagið á sundlaugarbakkanum. Ungir sundiðkendur úr Stjörnunni syntu fyrstu ferðirnar í nýju lauginni

Lesa meira
Heilsueflandi samfélag

20. apr. 2018 : Garðabær verður ,,Heilsueflandi samfélag"

Við opnun sundlaugarinnar í Ásgarði fimmtudaginn 19. apríl sl. á sumardaginn fyrsta var skrifað undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag". Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis.

Lesa meira
Listadagar 2018

18. apr. 2018 : Listadagar barna- og ungmenna 19.-29. apríl

Listadagar barna og ungmenna verða haldnir í áttunda sinn í Garðabæ dagana 19.-29. apríl nk. Listadagarnir eru haldnir annað hvert ár í lok apríl. Að venju er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í skólum bæjarins á öllum skólastigum þar sem uppskera vetrarins er sýnd á margvíslegan hátt.

Lesa meira
Jazzhátíð

13. apr. 2018 : Jazzhátíð Garðabæjar 19.-21. apríl

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í 13. sinn dagana 19.-21. apríl nk. Hátíðin er haldin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason tónlistarmaður. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra jazztónlistarmanna af ólíkum kynslóðum og boðið verður upp á ólík stílbrigði jazztónlistar við allra hæfi.

Lesa meira
Síða 1 af 3