Plokkað í Urriðaholti
Hópurinn ,,Plokk á Íslandi“ stóð að ruslatínslu / plokki víðs vegar um landið í gær, sunnudag, í tilefni af alþjóðlegum degi jarðar. Hópurinn plokkaði meðal annars í Urriðaholti í Garðabæ og skilaði þar af sér mörgum pokum fullum af rusli.
-
Íbúar Urriðaholts tína rusl
Hópurinn ,,Plokk á Íslandi“ stóð að ruslatínslu / plokki víðs vegar um landið í gær, sunnudag, í tilefni af alþjóðlegum degi jarðar. Hópurinn plokkaði meðal annars í Urriðaholti í Garðabæ og skilaði þar af sér mörgum pokum fullum af rusli.
Fjölmargir íbúar í Urriðaholti tóku þátt í ruslatínslunni í gær og var líklegast um að ræða stærsta einstaka hópinn sem plokkaði í gær, samkvæmt Einari Bárðarsyni, sem stofnaði facebook-hópinn Plokk á Íslandi. Íbúarnir í Urriðaholti grilluðu svo á skólalóð Urriðaholtsskóla eftir að plokkinu lauk.
Fjölmargir hópar tíndu rusl víðsvegar um Garðabæ um helgina en hreinsunarátak stendur yfir í bænum frá 16. -30. apríl. Um er að ræða árlegt hreinsunarátak þar sem hópar geta tekið sig saman um að hreinsa svæði í bæjarlandinu og fengið fjárstyrk að launum t.d. til að verðlauna sig með grillveislu að loknu góðu verki.
Plokk á Íslandi
Hreinsunarátak í Garðabæ