Fréttir: maí 2018

Fyrirsagnalisti

Turn tekin úr kirkjuturni

30. maí 2018 : Lítið um útstrikanir

Kjörstjórn Garðabæjar hefur komið saman til að fara yfir og skrá útstrikanir og fjölda breyttra atkvæða við sveitastjórnarkosningarnar sem fram fóru 26. maí sl.  Í öllum tilfellum er um óverulegar breytingar að ræða sem hafa engin áhrif á niðurröðun sæta.

Lesa meira
Hjólakraftur á Bessastöðum

30. maí 2018 : Hraustir krakkar í Hjólakrafti hjóluðu með forsetanum

Forseti Íslands hjólaði með krökkum úr Garðabæ sem tekið hafa þátt í verkefninu Hjólakraftur í vetur. Hjólaferðin endaði í þetta sinn á Bessastöðum þar sem krakkarnir fengu hressingu.

Lesa meira
Yfirlitsmynd af Garðabæ

28. maí 2018 : Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ 2018

Kjörsókn í Garðabæ var 67%. Tveir listar fengu menn kjörna í bæjarstjórn,  D-listi Sjálfstæðisflokks sem fékk 8 menn og G-listi Garðabæjarlistans sem fékk 3 menn.

Lesa meira
Kasthúsatjörn og votlendi

28. maí 2018 : Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn

Miðvikudaginn 23. maí sl. fór fram fuglaskoðun við Kasthúsatjörn á Álftanesi undir leiðsögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings. Fuglaskoðunin fór fram í ágætis veðri og fengu þátttakendur tækifæri til að skoða fugla á Kasthúsatjörn og nýlega endurheimtu votlendi í gegnum sjónauka með fróðleik frá fuglafræðingunum. 

Lesa meira
Útskriftarnemar

28. maí 2018 : Útskriftir úr leikskólum

Þessa dagana standa yfir útskriftir úr leikskólum Garðabæjar en alls ljúka um 160 börn leikskólanámi í vor. Útskriftardagurinn er hátíðardagur þar sem börnin mæta spariklædd og fagna tímamótum í lífinu.

Lesa meira
Úthlutun úr þróunarsjóð leikskóla

25. maí 2018 : Úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla

Þann 12. apríl var úthlutað úr þróunarsjóði leikskóla en alls bárust 25 umsóknir og er það helmings aukning frá árinu áður. Alls voru veittir styrkir til 16 verkefna að upphæð kr. 8.000.000.

Lesa meira
Ég kýs

24. maí 2018 : Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 26. maí

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 26. maí. Í Garðabæ er kosið í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og í Álftanesskóla frá kl. 9-22.

Lesa meira
Útlit inngarðs í fjölbýlishúsasamstæðu og útsýni milli húsa til Bessastaða

24. maí 2018 : Umræða um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis á Álftanesi

Í umræðu um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis á Álftanesi sem hefur verið í forkynningu hafa vaknað upp spurningar varðandi mun á tillögunni og því deiliskipulagi sem verið hefur í gildi frá árinu 2008. Eins og vitað er hafa framkvæmdir eftir því deiliskipulagi aldrei hafist. 

Lesa meira
Bæjarlistamaður Garðabæjar

23. maí 2018 : María Magnúsdóttir er bæjarlistamaður Garðabæjar 2018

María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018. Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Garðabæjar á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin í samkomuhúsinu á Garðaholti miðvikudaginn 16. maí sl. 

Lesa meira
Vorhreinsun garða 2018

18. maí 2018 : Hreinsun gatna hefst í vikunni

Föstudaginn 18. maí verður hafist handa við að sópa götur í Garðabæ. Götusópunin kemur í kjölfar hreinsunar á garðaúrgangi sem stendur yfir.

Lesa meira
Öryggismyndavélar Arnarneshæð

16. maí 2018 : Öryggismyndavélar á Arnarneshæð

Í febrúar síðastliðnum undirrituðu Garðabær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf samkomulag um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í Garðabæ. Nú eru fyrstu vélarnar komnar upp.

Lesa meira
Vorhreinsun 2018

14. maí 2018 : Vorhreinsun lóða

Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður dagana 14.-25. maí nk. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Lesa meira
Síða 1 af 2