28. maí 2018

Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn

Miðvikudaginn 23. maí sl. fór fram fuglaskoðun við Kasthúsatjörn á Álftanesi undir leiðsögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings. Fuglaskoðunin fór fram í ágætis veðri og fengu þátttakendur tækifæri til að skoða fugla á Kasthúsatjörn og nýlega endurheimtu votlendi í gegnum sjónauka með fróðleik frá fuglafræðingunum. 

  • Kasthúsatjörn og votlendi
    Kasthúsatjörn og votlendi

Miðvikudaginn 23. maí sl. fór fram fuglaskoðun við Kasthúsatjörn á Álftanesi undir leiðsögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings. Fuglaskoðunin fór fram í ágætis veðri og fengu þátttakendur tækifæri til að skoða fugla á Kasthúsatjörn og nýlega endurheimtu votlendi í gegnum sjónauka með fróðleik frá fuglafræðingunum. 

Fuglalíf við Kasthúsatjörn og votlendið er fjölskrúðugt og mátti sjá hinar ýmsu fuglategundir eins og t.d. brandönd, rauðhöfðaönd, skúfönd, tildru, sanderlu, hávellu, kríu, spóa, grágæs, óðinshana, og fleiri fuglategundir. Í endurheimta votlendinu iðaði allt af lífi enda mýrin mjög blaut sem er jákvætt. Þær tegundir sem mátti sjá á endurheimta svæðinu voru t.d. grágæs, stokkönd (par), rauðhöfðaönd, toppönd (par) sandlóa, hrossagaukur, jaðrakan, sílamáfur o.fl. tegundir. Álftahreiður er á mörkum endurheimta landsins og tjarnarinnar.

Fræðslan og fuglaskoðunin er hluti af sögugöngum ársins sem er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar. 

Fyrr um morguninn fengu nemendur í fimmta bekk í Álftanesskóla fræðslu um fugla í vettvangsferð undir leiðsögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla og Ólafs. Nemendurnir gengu um Álftanesið að Kasthúsatjörn þar sem þeir skoðuðu og greindu fugla með aðstoð fuglafræðinganna. Nemendurnir skoðuðu fugla í gegnum sjónauka, t.d. margæsir sem hafa viðkomu á túnum Álftaness á vorin. Eftir vettvangsfræðsluna var farið yfir fuglalista dagsins og verkefni unnin í kennslustofu. 

Fuglafræðsla nemenda er í boði umhverfisnefndar Garðabæjar.

Kasthúsatjörn

Nemendur ÁlftanesskólaFuglaskoðun nemenda