28. maí 2018

Útskriftir úr leikskólum

Þessa dagana standa yfir útskriftir úr leikskólum Garðabæjar en alls ljúka um 160 börn leikskólanámi í vor. Útskriftardagurinn er hátíðardagur þar sem börnin mæta spariklædd og fagna tímamótum í lífinu.

  • Útskriftarnemar
    Útskriftarnemar

Þessa dagana standa yfir útskriftir úr leikskólum Garðabæjar en alls ljúka um 160 börn leikskólanámi í vor. Útskriftardagurinn er hátíðardagur þar sem börnin mæta spariklædd og fagna tímamótum í lífinu.

Útskriftahátíðarnar mótast gjarnan af hugmyndum barnanna og á hvaða hátt þau vilja kveðja leikskólann. Söngur er ávalt hluti af útskrift en einnig eru sýnd  leikrit,  dansatriði og ýmislegt fleira. Börnin samfagna með fjölskyldu þessum tímamótum og fá í hendurnar útskriftarskjal sem staðfestir að námi og leik er lokið í leikskólanum.

 
Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af útskriftarhóp Krakkakots fagna deginum.