18. maí 2018

Hreinsun gatna hefst í vikunni

Föstudaginn 18. maí verður hafist handa við að sópa götur í Garðabæ. Götusópunin kemur í kjölfar hreinsunar á garðaúrgangi sem stendur yfir.

  • Vorhreinsun garða 2018

Föstudaginn 18. maí verður hafist handa við að sópa götur í Garðabæ. Götusópunin kemur í kjölfar hreinsunar á garðaúrgangi sem stendur yfir í hverfum bæjarins. Þegar búið er að hreinsa garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðir kemur bíll sem sópar göturnar.  Eins og í vorhreinsuninni verður byrjað í Flötunum og svo hvert hverfi tekið koll af kolli eftir að búið er að fjarlægja garðaúrgang úr götum.  Frekari upplýsingar um vorhreinsunina og röð hverfa má finna hér.

Íbúar eru hvattir til þess að auðvelda hreinsunina með því að leggja ekki bílum á götunni á meðan hreinsunin stendur yfir