30. maí 2018

Lítið um útstrikanir

Kjörstjórn Garðabæjar hefur komið saman til að fara yfir og skrá útstrikanir og fjölda breyttra atkvæða við sveitastjórnarkosningarnar sem fram fóru 26. maí sl.  Í öllum tilfellum er um óverulegar breytingar að ræða sem hafa engin áhrif á niðurröðun sæta.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

 Kjörstjórn Garðabæjar hefur komið saman til að fara yfir og skrá útstrikanir og fjölda breyttra atkvæða við sveitastjórnarkosningarnar sem fram fóru 26. maí sl.  Í öllum tilfellum er um óverulegar breytingar að ræða sem hafa engin áhrif á niðurröðun sæta. Fjöldi breyttra seðla var hlutfallslega minnstur hjá Miðflokknum eða 0,78% og mestur hjá Sjálfstæðisflokki 5,34%.

Þeir sem hlutu flestar útstrikanir af efstu ellefu frambjóðendum framboðanna:

Ármann Höskuldsson, Framsóknarflokki – 3 útstrikanir (1,29%)
Gunnar Einarsson Sjálfstæðisflokki  - 79 útstrikanir (1,68%)
Sara Dögg Svanhildardóttir, Garðabæjarlista – 10 útstrikanir (0,47%)
María Grétarsdóttir, Miðflokki - 1 útstrikun (0,19%)
Gísli Bergsveinn Ívarsson, Miðflokki -  1 útstrikun (0,19%)
Baldur Úlfarsson, Miðflokki – 1 útstrikun (0,19%)

Kjósendur geta aðeins strikað út frambjóðendur af þeim lista sem þeir sjálfir kjósa og því segja hlutfallstölurnar til um hlutfall kjósenda hvers lista sem strikaði viðkomandi nafn út.

Skjal með nánari tölfræði yfir útstrikanir og breytta lista.