Úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla
Þann 12. apríl var úthlutað úr þróunarsjóði leikskóla en alls bárust 25 umsóknir og er það helmings aukning frá árinu áður. Alls voru veittir styrkir til 16 verkefna að upphæð kr. 8.000.000.
-
Úthlutun úr þróunarsjóð leikskóla
Þann 12. apríl var úthlutað úr þróunarsjóði leikskóla en alls bárust 25 umsóknir og er það helmings aukning frá árinu áður. Alls voru veittir styrkir til 16 verkefna að upphæð kr. 8.000.000.
Verkefnin voru fjölbreytt að vanda en hafa það öll sameiginlegt að byggja á áhersluþáttum aðalnámskrár leikskóla. Hæsta styrkinn hlaut sameiginlegt verkefni þriggja leikskóla sem unnið verður undir handleiðslu HÍ. Verkefnið ber heitið „Tökum skrefin saman“ þar er sjónum sérstaklega beint að yngstu börnum leikskólans, þörfum þeirra og þroska.
Nokkur verkefni beindust að heilsueflingu bæði í starfsumhverfi barna og kennara er það góður samhljómur við stefnu Garðabæjar um heilsueflandi samfélag. Þau verkefni sem fá styrk úr þróunarsjóðnum eru kynnt á Menntadegi Garðabæjar í október ár hvert.