20. apr. 2018

Mikil ánægja með skólastarf í Tónlistarskóla Garðabæjar

Viðhorfskönnun var send til foreldra nemenda yngri en 18 ára í Tónlistarskóla Garðabæjar í mars síðastliðnum. Markmiðið var að kanna hug foreldra til starfsins, fá ábendingar um það sem betur mætti fara og búa til vettvang fyrir foreldra til að koma nýjum hugmyndum á framfæri.

  • Tónlistarskóli Garðabæjar
    Tónlistarskóli Garðabæjar

Viðhorfskönnun var send til foreldra nemenda yngri en 18 ára í Tónlistarskóla Garðabæjar í mars síðastliðnum. Markmiðið var að kanna hug foreldra til starfsins, fá ábendingar um það sem betur mætti fara og búa til vettvang fyrir foreldra til að koma nýjum hugmyndum á framfæri.

Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

• 94% sögðust vera ánægð með tónlistarskólann
• 92,2% sögðust vera mjög eða frekar ánægð með kennsluna 
• 94,2% sögðust vera ánægð með viðmót kennaranna
• 92% sögðust vera ánægð með samskipti við skólann
• 88,8% foreldra finnst námið við tónlistarskólann uppfylla þær væntingar sem þeir höfðu áður en námið hófst
• 86,2% sögðust telja að námið uppfylli væntingar barnsins

Svörun í könnuninni var rúmlega 53%. 

Hér má nálgast niðurstöðurnar í heild sinni.

Tónlistarskóli Garðabæjar