20. apr. 2018

Garðabær verður ,,Heilsueflandi samfélag"

Við opnun sundlaugarinnar í Ásgarði fimmtudaginn 19. apríl sl. á sumardaginn fyrsta var skrifað undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag". Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis.

  • Heilsueflandi samfélag
    Heilsueflandi samfélag
  • Heilsueflandi samfélag
    Heilsueflandi samfélag
  • Heilsueflandi samfélag
    Heilsueflandi samfélag
  • Heilsueflandi samfélag
    Heilsueflandi samfélag
  • Heilsueflandi samfélag
    Heilsueflandi samfélag
  • Opnun Ásgarðslaugar
    Opnun Ásgarðslaugar

Við opnun sundlaugarinnar í Ásgarði fimmtudaginn 19. apríl sl. á sumardaginn fyrsta var skrifað undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag".

Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. 

Markmið verkefnisins ,,Heilsueflandi samfélag“

Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.  Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.  Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.

Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni. 

Hér má lesa nánar um verkefnið á vef þess.

Sjá einnig frétt um opnun Ásgarðslaugar.