Jazzhátíð Garðabæjar 19.-21. apríl
Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í 13. sinn dagana 19.-21. apríl nk. Hátíðin er haldin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason tónlistarmaður. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra jazztónlistarmanna af ólíkum kynslóðum og boðið verður upp á ólík stílbrigði jazztónlistar við allra hæfi.
-
Jazzhátíð
Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í 13. sinn dagana 19.-21. apríl nk. Hátíðin er haldin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason tónlistarmaður. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra jazztónlistarmanna af ólíkum kynslóðum og boðið verður upp á ólík stílbrigði jazztónlistar við allra hæfi.
Hefst að kvöldi sumardaginn fyrsta
Hátíðin hefst að venju með tónleikum að kvöldi til sumardaginn fyrsta, kl. 20:30 fimmtudaginn 19. apríl. Hið magnaða ASA-tríó stígur á stokk í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju ásamt saxófónleikaranum Jóel Pálssyni. Þess má geta að Agnar Már Magnússon, orgelleikari tríósins, er einn af fyrrverandi bæjarlistamönnum Garðabæjar.
Latínfjör á föstudegi
Á föstudagskvöldinu 20. apríl verður boðið upp á sannkallaða Latínjazzveislu í Kirkjuhvoli. Salsakommúnan er fjölmenn og sprikklandi hress latín-jazz hljómsveit skipuð ungum jazztónlistarmönnum. Söngur og hljóðfæraleikur blandast skemmtilega og hnyttnir textar skemmta áheyrendum.
Samfelld tónlistarveisla á laugardeginum
Á laugardeginum 21. apríl geta gestir notið jazztónlistar allan daginn fram á kvöld en fyrstu tónleikarnir hefjast kl. 14 í félagsmiðstöðinni Jónshúsi í Sjálandi. Þar kemur fram Garðbæska söngstjarnan Ragnaheiður Gröndal og flytur ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum vel valda jazz standarda. Kl 16 verða ungmennatónleikar í Kirkjuhvoli en þar koma fram fimm hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar; Jazzfólk framtíðarinnar! Hátíðinni lýkur með tónleikum trompetleikarans Ara Braga Kárasonar en hann í fremstu víglínu ungra íslenskra jazztónlistarmanna. Hljómsveit hans mun flytja vandaða jazzstandardadagskrá.
Upplýsingar um Jazzhátíð Garðabæjar má finna hér á vef Garðabæjar og á fésbókarsíðu hátiðarinnar: facebook.com/jazzhatidGardabaejar/