20. apr. 2018

Jazzhátíð Garðabæjar byrjar vel

Jazzhátíð Garðabæjar hófst að kvöldi til sumardaginn fyrsta, 19. apríl sl., með tónleikum í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Því næst steig á svið ASA-tríó skipað þeim Agnari Má Magnússyni, Andrési Þór Gunlaugssyni og Scott McLemore. Sérstakur gestur með þeim var Jóel Pálsson saxófónleikari.

  • Jazzhátíð
    Jazzhátíð
  • Jazzhátíð
    Jazzhátíð

Jazzhátíð Garðabæjar hófst að kvöldi til sumardaginn fyrsta, 19. apríl sl., með tónleikum í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, setti hátíðina og bauð gesti velkomna.  Því næst steig á svið ASA-tríó skipað þeim Agnari Má Magnússyni, Andrési Þór Gunlaugssyni og Scott McLemore.  Sérstakur gestur með þeim var Jóel Pálsson saxófónleikari.  Þeir félagar voru í miklu stuði og fluttu bæði frumsamin lög sem og lög eftir aðra við góðar undirtektir tónleikagesta.

Á föstudagskvöldinu 20. apríl kl. 20:30 verður boðið upp á sannkallaða Latínjazzveislu í Kirkjuhvoli. Salsakommúnan er fjölmenn og sprikklandi hress latín-jazz hljómsveit skipuð ungum jazztónlistarmönnum. Söngur og hljóðfæraleikur blandast skemmtilega og hnyttnir textar skemmta áheyrendum. 

Samfelld tónlistarveisla á laugardeginum

Á laugardeginum 21. apríl geta gestir notið jazztónlistar allan daginn fram á kvöld en fyrstu tónleikarnir hefjast kl. 14 í félagsmiðstöðinni Jónshúsi í Sjálandi. Þar kemur fram Garðbæska söngstjarnan Ragnaheiður Gröndal og flytur ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum vel valda jazz standarda. Kl 16 verða ungmennatónleikar í Kirkjuhvoli en þar koma fram fimm hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar; Jazzfólk framtíðarinnar! 
Hátíðinni lýkur með tónleikum trompetleikarans Ara Braga Kárasonar en hann í fremstu víglínu ungra íslenskra 

Jazzhátíð Garðabæjar á facebook.

Jazzhátíð Garðabæjar er nú haldin í 13. sinn dagana 19.-21. apríl nk.  Hátíðin er haldin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason tónlistarmaður.