20. apr. 2018

Líflegar umræður á fundi um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð

Miðvikudaginn 11. apríl sl. var haldinn opinn fundur um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ. Á fundinum gátu íbúar tekið þátt í umræðum um hvaða starfssemi ætti heima í fjölnota menningar- og fræðamiðstöð og komið hugmyndum sínum á framfæri.

  • Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
    Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
  • Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
    Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
  • Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
    Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
  • Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
    Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
  • Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
    Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
  • Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
    Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
  • Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð
    Opinn fundur um fjölnota menningar og fræðamiðstöð

Miðvikudaginn 11. apríl sl. var haldinn opinn fundur um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ.  Á fundinum gátu íbúar tekið þátt í umræðum um hvaða starfssemi ætti heima í fjölnota menningar- og fræðamiðstöð og komið hugmyndum sínum á framfæri. 

Í upphafi fundar söng Kvennakór Garðabæjar fyrir fundargesti og því næst bauð Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi og formaður starfshóps um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð gesti velkomna.  Gunnar Valur fór yfir tilefni fundarins og sagði frá skipun starfshóps um þetta málefni.

Hlutverk starfshópsins er að kanna grundvöll fyrir byggingu og starfssemi fjölnota menningar- og fræðamiðstöðvar í Garðabæ.  Hópurinn á að vinna grófa þarfagreiningu þar sem horft er til nýtingar hússins fyrir fjölbreytta menningar- og fræðastarfsemi fyrir alla aldurshópa, s.s. aðstöðu fyrir söfn bæjarins, tónlist, myndlist, leiklist, dans og skapandi greinar almennt, ráðstefnur, kórastarf, tónleikahald og sýningar; frumkvöðlastarfsemi og vettvang til að njóta menningar og lista. 

Líflegar umræður og hugmyndavinna

Til að hita fundargesti upp fyrir líflegar og skapandi umræður mætti Pétur Jóhann Sigfússon, núverandi bæjarlistamaður Garðabæjar, til fundarins og skemmti fundargestum.  Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í starfshópnum, fór yfir fyrirkomulag hópavinnu fundarins.  Í hópavinnunni fengu fundargestir tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri um mögulega starfsssemi í fjölnota menningar- og fræðamiðstöð og hvernig svona miðstöð getur eflt og bætt bæjarbraginn.

Niðurstöður fundarins nýtast starfshópnum við gerð þarfagreiningar um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ. Öllum þeim sem mættu til fundarins er þakkað fyrir framlag sitt.