Gleðin réði ríkjum á listadagahátíð
Í gærmorgun, fimmtudaginn 26. apríl var haldin listadagahátíð í tilefni Listadaga barna- og ungmenna í Garðabæ. Um var að ræða skemmtidagskrá fyrir börn á aldrinum 4-8 ára og mættu fjölmargir leikskólar bæjarins og yngstu bekkir grunnskóla.
-
Listadagahátíð
-
Listadagahátíð
-
-
Listadagahátíð
Í gærmorgun, fimmtudaginn 26. apríl var haldin listadagahátíð í tilefni Listadaga barna- og ungmenna í Garðabæ. Um var að ræða skemmtidagskrá fyrir börn á aldrinum 4-8 ára og mættu fjölmargir leikskólar bæjarins og yngstu bekkir grunnskóla. Hátíðin var haldin á túninu vestan við Jötunheima og leikskólann Bæjarból.
Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari, hélt uppi fjörinu ásamt því að meðlimir frá Sirkus Íslands sýndu listir sínar við mikla lukku áhorfenda.
Myndir af hátíðinni má finna á fésbókarsíðu Garðabæjar.
Listadagar barna og ungmenna standa frá 19.-29. apríl.
Dagskrá listadaga.