21. nóv. 2018

Búum til ljósmyndasýningu saman – Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?

,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ er þema ljósmyndasýningar sem Bókasafn Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að.  Leitað er til ykkar bæjarbúa og annarra velunnara Garðabæjar um að senda inn ljósmyndir úr Garðabæ sem eru teknar á árinu 2018. 

  • Göngustígur eftir Búrfellsgjá
    Göngustígur eftir Búrfellsgjá

,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ er þema ljósmyndasýningar sem Bókasafn Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að.  Leitað er til ykkar bæjarbúa og annarra velunnara Garðabæjar um að senda inn ljósmyndir úr Garðabæ sem eru teknar á árinu 2018. 

Allir geta sent inn mynd til og með 1. desember

Íbúar sem og aðrir sem hugsa hlýtt til bæjarins geta tekið þátt með því að senda inn mynd rafrænt í gegnum innskráningarform á vef Bókasafnsins. Þátttakendur í sýningunni geta verið á öllum aldri, börn, ungmenni, fullorðnir og eldri borgarar.  Í innskráningarforminu er beðið um lýsingu á myndunum og hver og einn má senda inn allt að 10 ljósmyndir.  Ljósmynd getur verið úr persónulegu lífi fólks, frá opinberum viðburðum á öllum sviðum eða af daglegu lífi í bænum.  Mynd getur þannig lýst mannlífi, byggingum, umhverfi og/eða landslagi. 
Hægt er að senda inn myndir í gegnum innskráningarformið til og með miðnættis laugardaginn 1. desember nk. á 100 ára afmæli fullveldisins.

Sýning í Bókasafni Garðabæjar á 50 ára afmæli safnsins í desember

Úr innsendum ljósmyndum verða valdar myndir á ljósmyndasýninguna ,,Garðabær 2018-100 ára fullveldi Íslands“ sem verður opnuð á 50 ára afmæli Bókasafns Garðabæjar þriðjudaginn 18. desember.  Sýningin verður að mestu rafræn en valdar myndir verða prentaðar út og hafðar til sýnis í safninu.  

Viðurkenningar fyrir athyglisverðustu ljósmyndirnar

Veittar verða viðurkenningar fyrir 5-10 athyglisverðustu ljósmyndirnar.  Við val á þeim verður skoðað hvernig ljósmyndara tekst að ná á ljósmynd umhverfi, landslagi, bæjarbrag og mannlífi í Garðabæ árið 2018. Garðbæingar eru hvattir til að senda inn myndir og búa þannig til flotta ljósmyndasýningu í sameiningu. 

Hér á vef Bókasafns Garðabæjar er hægt að senda inn ljósmynd.

Nánari upplýsingar má einnig finna á vef Bókasafnsins og á vef Garðabæjar.