22. nóv. 2018

Forsætisráðherra fékk skilaboð frá börnum í Flataskóla

Ævar Þór Bene­dikts­son barna­bóka­höf­und­ur gekk á fund for­sæt­is­ráðherra á föstu­dag­inn síðastliðinn ásamt full­trú­um frá UNICEF á Íslandi. Ævar afhenti Katrínu Jak­obs­dótt­ur skila­boð frá börn­um í Flata­skóla í Garðabæ í til­efni alþjóðlegs dags barna sem var þann 20. nóvember. 

  • Ævar afhenti Katrínu loftbelgina.
    Ævar afhenti Katrínu loftbelgina.

Ævar Þór Bene­dikts­son barna­bóka­höf­und­ur gekk á fund for­sæt­is­ráðherra á föstu­dag­inn síðastliðinn ásamt full­trú­um frá UNICEF á Íslandi. Ævar afhenti Katrínu Jak­obs­dótt­ur skila­boð frá börn­um í Flata­skóla í Garðabæ í til­efni alþjóðlegs dags barna sem var þann 20. nóvember. 

Börnin í Flata­skóla skrifuðu skila­boð til stjórn­valda á fal­lega skreytta loft­belgi sem Ævar af­henti Katrínu. Skilaboð barnanna voru meðal ann­ars að öll börn eiga að fá vernd gegn of­beldi, fá ganga í skóla, fá hreint vatn og heim­ili, eiga vini og fjöl­skyldu og að stelp­ur og strák­ar eiga jafn mik­inn rétt til að tjá sig.

Katrín tók vel í skila­boðin og sagði það vera mik­inn heiður að fá þau af­hent. „Þetta skipt­ir mjög miklu máli að fá að heyra hvað börn­in hafa að segja,“ sagði Katrín. Hún sagði að á næsta ári væri ætl­un­in að halda sér­stakt barnaþing, í fyrsta skiptið á Íslandi, þar sem börn hvaðanæva af land­inu geta sett mál­efni á dag­skrá. Hún sagði einnig að mál­efni barna væru eitt af for­gangs­mál­um Íslands í Mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna. „Það skipt­ir máli að passa upp á öll börn í heim­in­um,“ sagði Katrín.

Fjallað var um málið á Krakka RÚV