20. nóv. 2018

Viðhald á þrýstilögn frá dælustöð við Arnarnesvog

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis verður dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds miðvikudaginn 21. nóvember.  Verkefnið er hreinsun á  þrýstilögn frá dælustöðinni. Nánari upplýsingar um framgang verksins verða birtar á vef Garðabæjar eins og kostur er.

  • Dælustöð við Arnarnesvog

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis verður dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds miðvikudaginn 21. nóvember.  Verkefnið er hreinsun á  þrýstilögn frá dælustöðinni. Nánari upplýsingar um framgang verksins verða birtar á vef Garðabæjar eins og kostur er.

Ráðleggingar til íbúa

Ekki er talið ráðlegt að stunda sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog  á meðan rekstrartruflanir eru á dælustöðinni og hún getur af þeim sökum verið á yfirfalli. Ráðlegt er að fresta slíkum ferðum þar til eftir helgi.  

Gert er ráð fyrir að viðhald standi yfir frá miðvikudagsmorgni 21.nóvember fram á föstudag 23. nóvember en tilkynnt verður um það á vef Garðabæjar þegar verkinu er lokið.  

Starfsmenn Garðabæjar munu fylgjast með framgangi verksins og hafa eftirlit með fjörum eins og kostur er.