27. nóv. 2018

Kóperingar, klassík og hefðir í hönnun

Haldinn var fyrirlestrardagur í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1 föstudaginn 23. nóvember sl. og var yfirskriftin Kóperingar, klassík og hefðir í hönnun. 

  • Goddur hélt áhugaverðan fyrirlestur
    Goddur hélt áhugaverðan fyrirlestur

Haldinn var fyrirlestrardagur í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1 föstudaginn 23. nóvember sl. og var yfirskriftin  Kóperingar, klassík og hefðir í hönnun. Dagskráin var á vegum Nordic Forum for Design History og voru allir fyrirlestrarnir á ensku.

Fyrirlesararnir sem tóku þátt voru einkar áhugaverðir. Goddur reið á vaðið með fyrirlestri sem bar yfirskriftina Rekaviður, ferðalög hugmynda. Þá voru þau Anders V. Munch, Goddur, Denise Hagströmer, Stina Teilmann-Lock einnig með fyrlestra ásamt fleirum áhugaverðum fræðimönnum.

Fyrirlestrardagurinn þótti einkar vel heppnaður og var vel mætt. Skráðir gestir nutu hádegisverðar frá veitingastaðnum NU og fengu svo fylgd um Hönnunarsafnið í lok dags.

Hönnunarsafn Íslands