23. nóv. 2018

Ný reiðleið frá Kjóavöllum um Grunnuvötn í Heiðmörk

Ný reiðleið frá Kjóavöllum um Grunnuvötn í Heiðmörk var tekin í notkun með formlegum hætti fimmtudaginn 22. nóvember sl.  

  • Ný reiðleið frá Kjóavöllum tekin í notkun
    Ný reiðleið frá Kjóavöllum tekin í notkun

Ný reiðleið frá Kjóavöllum um Grunnuvötn í Heiðmörk var tekin í notkun með formlegum hætti fimmtudaginn 22. nóvember sl.  Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra klipptu á borða við upphaf reiðleiðarinnar og hestafólk úr hestamannafélaginu Spretti fengu sér reiðtúr um nýju leiðina. 


Reiðleiðin er um 6,5 km að lengd og fer frá Kjóavöllum um Grunnuvötn í Heiðmörk í kringum Sandahlíð. Hestamannafélagið Sprettur sá um framkvæmdina við gerð reiðleiðarinnar og Garðabær kom til móts við ríkið um fjármögnun leiðarinnar með 10 milljón króna framlagi.  Ráðist var í þessa framkvæmd eftir að deiliskipulag fyrir Heiðmörk var samþykkt nýverið. 


Nýja reiðleiðin bætir aðstöðuna á Kjóavöllum fyrir hestafólk og er hluti af því að gera svæðið enn betra þegar landsmót hestamanna verður haldið þar árið 2022. 


Fréttamenn Stöðvar 2 voru á svæðinu og sýndu frá opnun reiðleiðarinnar í kvöldfréttunum 22. nóvember (innslagið byrjar á mínútu 19:20)  

Ný reiðleið frá Kjóavöllum

Ný reiðleið frá Kjóavöllum tekin í notkun