Fréttir: nóvember 2018 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Enn hægt að senda inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Fjölmargir íbúar Garðabæjar hafa nú þegar sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar í gegnum ábendingaform hér á vef Garðabæjar og eru þeir sem eiga það eftir, hvattir til að senda inn sínar ábendingar.
Lesa meiraLið Garðaskóla fékk verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið
Liðið Gravity úr Garðaskóla keppti í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíói þann 10. nóvember síðastliðinn og fékk þar verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið.
Lesa meiraVel heppnuð tónlistarveisla
Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 8. nóvember sl. á Garðatorgi. Garðbæingar fjölmenntu á torgið enda veðrið gott og margir sem komu gangandi á svæðið.
Lesa meiraFræðsla um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar stendur fyrir markvissum fræðsluerindum um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma fyrir þjálfara og leiðbeinendur í frístundastarfi félaga í Garðabæ.
Lesa meiraTónlistarveisla í skammdeginu
Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 21:00, á Garðatorgi. Í ár er það hljómsveitin Valdimar sem stígur á svið.
Lesa meiraFélagslegum íbúðum hefur ekki fækkað í Garðabæ
Vegna fréttaskýringar í Kjarnanum um félagslegar íbúðir: Félagslegar íbúðir í Garðabæ eru alls 29 og fjölgaði þeim um eina milli áranna 2017 og 2018.
Lesa meiraFjárhagsáætlun Garðabæjar 2019-2022
Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Samhliða næstu árs áætlun var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun Garðabæjar fyrir árin 2020, 2021 og 2022. Síðari umræða um fjárhagsáætlun verður 6. desember 2018, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal bæjarstjórn hafa samþykkt áætlunina fyrir 15. desember ár hvert.
Lesa meiraSala á neyðarkallinum hefst
Liðsmenn sveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófu síðdegis í dag sölu á Neyðarkallinum sem nú er mættur á svæðið.
Lesa meiraVel heppnaður menntadagur
Föstudaginn 26. október síðastliðinn var starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag var boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum.
Lesa meiraHaustvaka Kvennakórs Garðabæjar
Kvennakór Garðabæjar bauð til árlegrar menningardagskrár sem fram fór í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 25. október sl.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða