8. nóv. 2018

Tónlistarveisla í skammdeginu

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 21:00, á Garðatorgi. Í ár er það hljómsveitin Valdimar sem stígur á svið.

  • Hljómsveitin Valdimar
    Hljómsveitin Valdimar

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 21:00, á Garðatorgi. Í ár er það hljómsveitin Valdimar sem stígur á svið. Hljómsveitin Valdimar gaf nýverið út sína fjórðu breiðskífu ,,Sitt sýnist hverjum“. Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 og notið mikilla vinsælda hér á landi. Plötur sveitarinnar hafa hlotið fjölda tilnefninga til íslensku tónlistarverðlaunanna og hljómsveitin hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum hér heima sem erlendis.

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Myndlistarsýningar á torginu

Myndlistarfélagið Gróska opnar haustsýninguna ,,Leyndarmál“ þetta sama kvöld kl. 20:00 í sal Grósku á Garðatorgi 1 (gengið inn við hliðina á versluninni Barr Living upp á 2. hæð). Sýningin er opin til kl. 22:30 um kvöldið. Myndlistarsýningin verður svo áfram opin fram á sunnudag frá kl. 12-18.
Um kvöldið 8. nóvember verður einnig opið hús verður í gallerí Jóhanns Tryggvasonar, á Garðatorgi 7, þar sem hann sýnir málverk.  

Lifandi Garðatorg

Ýmsar verslanir á Garðatorgi, s.s. Ígló + Índí, Barr Living o.fl. verða með opið hús fram að tónleikunum og Lionsmenn verða með veitingasölu um kvöldið fyrir tónleikagesti og borðum og stólum raðað upp á torgið. Í bílakjallaranum á Garðatorgi er nóg af bílastæðum fyrir tónleikagesti sem ekki koma gangandi. Tónlistarveislan er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og aðgangur er ókeypis. Gott er að mæta tímanlega til að fá sæti, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.