Enn hægt að senda inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Fjölmargir íbúar Garðabæjar hafa nú þegar sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar í gegnum ábendingaform hér á vef Garðabæjar og eru þeir sem eiga það eftir, hvattir til að senda inn sínar ábendingar.
Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Fjölmargir íbúar Garðabæjar hafa nú þegar sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar í gegnum ábendingaform hér á vef Garðabæjar og eru þeir sem eiga það eftir, hvattir til að senda inn sínar ábendingar.
Ábendingarnar hafa verið af margvíslegum toga og varða t.d. ýmislegt í nærumhverfi, svo sem göngustíga, opin svæði, leiksvæði, íþróttasvæði, bætingu á lýsingu o.fl. en einnig ábendingar um umferðarmál, sorpmál, frístundir, menningarmál og fleira.
Enn geta íbúar sent inn ábendingar varðandi fjárhagsáætlunargerðina fyrir árið 2019 og geta þær t.d. snúið að tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar, nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna eða verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins. Á milli umræðna í bæjarstjórn verður farið nánar yfir þær ábendingar sem berast frá íbúum.
Gert er ráð fyrir að síðari umræða og afgreiðsla áætlunarinnar verði í bæjarstjórn Garðabæjar 6. desember nk.