Sala á neyðarkallinum hefst
Liðsmenn sveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófu síðdegis í dag sölu á Neyðarkallinum sem nú er mættur á svæðið.
-
Bæjarstjórinn í Garðabæ keypti neyðarkallinn í dag.
Liðsmenn sveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófu síðdegis í dag sölu á Neyðarkallinum sem nú er mættur á svæðið. Eins og undanfarin ár verður gengið í öll hús í Garðabæ en auk þess verður Neyðarkallinn seldur við stærstu verslanir Garðabæjar og kostar 2.000 kr.
Neyðarkallinn í ár er tileinkaður því að 90 ár eru liðin frá því Slysavarnafélag Íslands, fyrirrennari núverandi félags, var stofnað. Er Neyðarkallinn klæddur í stíl við björgunarsveitarfólk fyrri ára.
Stærri Neyðarkallar eru einnig í boði en þeir hafa aðallega verið seldir til fyrirtækja og seljast á að lágmarki 58.000 kr. Þeir sem eru áhugasamir um stærri Neyðarkallinn geta sett sig í samband við Hjálparsveit skáta í Garðabæ á netfangið neyðarkall@hjalparsveit.is