1. nóv. 2018

Vel heppnaður menntadagur

Föstudaginn 26. október síðastliðinn var starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag var boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum. 

  • Menntadagur 2018
    Menntadagur 2018

Föstudaginn 26. október síðastliðinn var starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag var boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum. Þar gafst kennurum kostur á að velja úr og hlýða á fjölbreytt erindi í málstofum í húsnæði Hofsstaðaskóla. Þetta var í þriðja sinn sem sérstakur menntadagur var haldinn í Garðabæ með þessum hætti og þótti hann afar vel heppnaður.

Kynning á áhugaverðum erindum

Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá þar sem fjallað var um verkefni sem hlotið hafa styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ undanfarin ár. Einnig var kynning á meistara- og doktorsverkefnum einstakra kennara ásamt verkefnum frá kennurum Fjölbrautaskólans í Garðabæ.  

Meðal verkefna sem fjallað var um var vellíðan í skólastarfi, hönnunarhugsun, sex lyklar að lesskilningi, réttindastofa UNICEF, leikur sem kennsluaðferð, fjölval, nýjar leiðir í hópaskiptingu, stafræn borgaravitund, tenging skóla og atvinnulífs, núvitund og slökun, markvisst tónlistarstarf, karlar í kennslu, auk fleiri verkefna. Auk málstofanna verða settir upp kynningarbásar og veggspjöld þar sem fleiri verkefni sem hafa hlotið styrk úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla voru kynnt.

Hér má sjá lista yfir öll verkefni sem hafa hlotið styrk úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla á undanförnum árum auk þess sem lokaskýrslur þróunarverkefnanna eru birtar á vefnum um leið og verkefnunum er lokið. 

Menntadagur 2018

Menntadagur 2018

Menntadagur 2018