8. nóv. 2018

Fræðsla um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar stendur fyrir markvissum fræðsluerindum um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma fyrir þjálfara og leiðbeinendur í frístundastarfi félaga í Garðabæ.

 • Birta Björnsdóttir
  Birta Björnsdóttir heldur fræðsluerindi um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma.

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar stendur fyrir markvissum fræðsluerindum um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma fyrir þjálfara og leiðbeinendur í frístundastarfi félaga í Garðabæ.  Markmiðið er að allir þjálfarar og leiðbeinendur allra félaga í Garðabæ fái fræðslu um málefnið.

Birta Björnsdóttir landsliðskona í blaki og leikmaður UMFÁ hefur kynnt sér vel málefni er varða andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart íþróttafólki í meistaranámi sínu. Hún mun halda sama fræðsluerindið fimm sinnum í nóvember fyrir þjálfara og leiðbeinendur félaga í Garðabæ. Er það gert til að tryggja að sem flestir sem starfa í frjálsu félagastarfi geti mætt.

 Í fyrirlestri Birtu mun m.a. koma fram:

 •          Hvað er kynbundið ofbeldi, mismunun og fordómar?
 •          Staðreyndir um ofbeldi í íþróttum.
 •          Hver eru æskileg samskipti þjálfara við leikmenn (bæði í persónu og á samfélagsmiðlum).
 •          Hvað þjálfarar geta gert til að vernda sjálfa sig.
 •          Mismunandi áherslur í þjálfun - sigur vs. andleg heilsa og gleði. Jákvæð þjálfun (positive            coaching).
 •        Klefamenning - Hvernig er hægt að fá leikmenn til að ræða tilfinningar sínar og af hverju er það mikilvægt. Eitruð karlmennska í búningsklefanum. Fordómar fyrir samkynhneigðum. Meiðsli. 
 •         Hver er kostnaðurinn við kynferðislegt ofbeldi í íþróttum?
 •          Hvernig búum við til umhverfi þar sem þolendur geta sagt frá?
 •          Hvernig hægt er að þekkja einkenni þolenda ofbeldis?
 •          Hvað gerum við ef ofbeldismál kemur upp?