1. nóv. 2018

Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar

Kvennakór Garðabæjar bauð til árlegrar menningardagskrár sem fram fór í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 25. október sl.

  • Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar
    Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar

Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar fór fram í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 25. október sl. þar sem kórinn bauð til árlegrar menningardagskrár.

Menningardagskrá kórsins er haldin í samstarfi við Menningar- og safnanefnd Garðabæjar og er hluti af samstarfssamningi kórsins við bæinn.

Dagskrá kvöldsins var að venju fjölbreytt. Ræðumaður kvöldsins, Eyþór Eðvarðsson, sálfræðingur hjá Þekkingarmiðlun, fræddi gesti um tilurð og merkingar ýmissa orðatiltækja á skemmtilegan hátt.

María Magnúsdóttir djasssöngkona og bæjarlistamaður Garðabæjar flutti nokkur lög, m.a. eigin tónsmíðar, við píanóleik Agnars Márs Magnússonar.

Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar, þau Auður Indriðadóttir á víólu og Guðmundur Steinn Markússon á píanó heilluðu gesti með framúrskarandi spilamennsku sinni.

Þá söng Kvennakór Garðabæjar nokkur lög bæði í byrjun og í lok dagskrár undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur en píanóleikari var Sólveig Anna Jónsdóttir. Heiða Gunnarsdóttir, formaður kórsins sá um að kynna atriði kvöldsins.

Garðbæingar og aðrir velunnarar kórsins fjölmenntu og nutu þess sem boðið var upp á auk ljúffengra veitinga að hætti kórkvenna.

Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar Garðabæjar

Haustvaka Kvennakórs GarðabæjarHaustv