7. nóv. 2018

Félagslegum íbúðum hefur ekki fækkað í Garðabæ

Vegna fréttaskýringar í Kjarnanum um félagslegar íbúðir: Félagslegar íbúðir í Garðabæ eru alls 29 og fjölgaði þeim um eina milli áranna 2017 og 2018.

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Vegna fréttaskýringar í Kjarnanum um félagslegar íbúðir:

Félagslegar íbúðir í Garðabæ eru alls 29 og fjölgaði þeim um eina milli áranna 2017 og 2018. Í fréttaskýringu Kjarnans í dag, 7. nóvember er röng fullyrðing um að félagslegum íbúðum bæjarins hafi fækkað um sex á milli ára.

Almennum leiguíbúðum í Garðabæ hefur hins vegar fækkað á milli ára þar sem Garðabær keypti til niðurrifs þrjú hús að Lækjarfiti þar sem sjö almennar leiguíbúðir voru. Þær íbúðir eru því ekki lengur meðtaldar.

Þá má einnig nefna í þessu samhengi að búsetukjarni með sex íbúðum fyrir fatlað fólk er í byggingu við Unnargrund í Garðabæ. Áætlað er að flutt verði inn í þær íbúðir árið 2019.