9. nóv. 2018

Vel heppnuð tónlistarveisla

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 8. nóvember sl. á Garðatorgi.  Garðbæingar fjölmenntu á torgið enda veðrið gott og margir sem komu gangandi á svæðið.

  • Hljómsveitin Valdimar
    Hljómsveitin Valdimar

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 8. nóvember sl. á Garðatorgi.  Garðbæingar fjölmenntu á torgið enda veðrið gott og margir sem komu gangandi á svæðið.
 Að þessu sinni var það hljómsveitin Valdimar sem steig á svið innandyra í göngugötunni á torginu og flutti lög af nýrri plötu sinni sem og eldri plötum.  Hljómsveitin vakti mikla lukku hjá tónleikagestum og var klöppuð upp í lokin. 

Í ár sem fyrri ár gátu gestir á Garðatorginu heimsótt einstaka búðir sem höfðu opið lengur í tilefni kvöldsins. Gestir gátu einnig keypt léttar veitingar á staðnum til styrktar Lionsklúbbi Garðabæjar.  Myndlistarfélagið Gróska bauð einnig gestum og gangandi að skoða árlega samsýningu félagsmanna sinna, ,,Leyndarmál", sem opnaði þetta kvöld í Gróskusalnum. Sýning Grósku stendur fram á sunnudag og er opin frá 12-18.  

Meðfylgjandi myndir með frétt eru frá myndlistarsýningu Grósku og Tónlistarveislu í skammdeginu á Garðatorgi.

Tónlistarveisla í skammdeginuTónlistarveisla í skammdeginuHljómsveitin ValdimarLeyndarmál - haustsýning GróskuLeyndarmál - haustsýning GróskuLeyndarmál - haustsýning Grósku